„Blik 1946. Ársrit/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 46: Lína 46:
Loksins vorum við komin á leiðarenda og fólkið tók að þyrpast út. Von bráðar fundum við fólk, sem var að taka á móti okkur og lögðum við af stað heim með því.<br>
Loksins vorum við komin á leiðarenda og fólkið tók að þyrpast út. Von bráðar fundum við fólk, sem var að taka á móti okkur og lögðum við af stað heim með því.<br>
::Á. H. II.'' bekk''.
::Á. H. II.'' bekk''.
'''Sjóferð'''
Einn góðviðrisdag í vetur gengu tveir strákar niður að höfn. Þá langaði til að komast út á sjó, eins og gengur og gerist meðal drengja. Þá varð fyrst að reyna að útvega bát. Ekki gekk það vel í fyrstu. Loks fundu þeir bát, ef bát skyldi kalla. Hann var svo lítill, að hann var töluvert hlaðinn með þá báða. Þarna réru þeir fram og aftur og tíndu upp tóma bjórbrúsa, sem karlarnir á skipunum höfðu hent í sjóinn, þegar þeir voru búnir að gæða sér á innihaldinu. Þarna möruðu margir tugir brúsa í hálfu kafi og tínslan gekk bara vel. Þá var allt í einu kallað úr einu skipinu, sem lá utarlega á höfninni:<br>
„Strákar, flytjið okkur í land, við skulum gefa ykkur tuttugu og fimm aura.“<br>
„Það er allt of mikið,“ kölluðu strákarnir á móti í mesta háði, auðvitað.<br>
Fjórir menn stóðu við borðstokkinn, og að því er þeim virtist, heldur „rakir“. Þeir ætluðu allir í einu að ryðjast út í þessa litlu fleytu.<br>
„Við flytjum ekki nema tvo í einu,“ sögðu strákarnir og virtust ákveðnir.<br>
En þeir ruddust allir ofan í bátinn, nema einn, sem virtist skynsamastur eða minnst „rakur“. Hann varð eftir í skipinu. Svo var ýtt frá og þessi mikla sigling hófst. Þá byrjuðu karlarnir að rugga — og rugga, eins og það væri þeirra líf og yndi. Það má nærri geta hvernig fór. Báturinn hálffylltist af sjó. Strákarnir reyndu að róa, en þessir heiðursmenn rugguðu, þangað til allt fór yfir um og steyptist í hið bláa haf. Það rann af körlunum við baðið. Þeir voru allir syndir og syntu út í sitt eigið skip. Strákarnir voru báðir ósyndir. Öðrum skaut upp við hliðina á færeyskri skútu, sem lá nálægt skipinu, sem fyrr er getið um. Hann var dreginn upp í skútuna. Hinum skaut upp mitt á milli skútunnar og skipsins og náði í björgunarhring, sem mennirnir á færeyska skipinu höfðu hent út. Hann var einnig dreginn upp í skútuna á hringnum. Færeyingarnir á skútunni voru hinir beztu. Einn spurði, hvort þeir þyrftu ekki að fara til „doktorsins“ og láta hann dæla upp úr þeim sjónum. Strákarnir gátu ekki varist brosi. Þeim fannst Færeyingurinn segja þetta svo einkennilega. Þeir neituðu því, og óskuðu eftir að þeir yrðu strax fluttir í land, því að þeim var að verða kalt. Ölög bátsins urðu þau, að hann lá á hvolfi á haffletinum og bjórbrúsarnir, sem drengirnir höfðu innbyrt, möruðu í hálfu kafi allt í kring.<br>
Þegar í land kom, flýttu strákarnir sér heim og sögðu farir sínar ekki sléttar. Reynsla þeirra í þessari för var sú, að það er ekki alltaf gott að stelast út á sjó og því síður að treysta drykkjumanninum.<br>
::S. G. I.'' bekk''.

Leiðsagnarval