„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 172: Lína 172:


Þegar til kom, vildu strákarnir allir róa með mér. Ég réði svo ungling í skiprúm Ólafs Magnússonar. Sá hét Auðunn. Fyrstu formannsvertíð mína, 1890, var ég 18 ára og þess vegna langyngstur af formönnunum i Eyjum. Ég var með minnsta vertíðarbátinn og hafði litla sem enga þekkingu á formannsstarfinu. Verst var þó, að ég hafði engan til að sækja ráð til á sjónum.
Þegar til kom, vildu strákarnir allir róa með mér. Ég réði svo ungling í skiprúm Ólafs Magnússonar. Sá hét Auðunn. Fyrstu formannsvertíð mína, 1890, var ég 18 ára og þess vegna langyngstur af formönnunum i Eyjum. Ég var með minnsta vertíðarbátinn og hafði litla sem enga þekkingu á formannsstarfinu. Verst var þó, að ég hafði engan til að sækja ráð til á sjónum.
==Formennskan. Sjóferðarmannsbænin. Þóknun til formanns af hverjum hlut, 10 krónur. „Skipsáróður“, 4 krónur==
Formennskan hófst með því hverju sinni, að ég varð sem aðrir formenn að lesa langa sjóferðamannsbæn upphátt og Faðir vor að lokinni bæninni. Bænin var alltaf lesin úti á höfninni. Haldið var úti árum á meðan, svo að báturinn héldist á sama stað. Oft voru skipin dreifð um höfnina ([[Botninn]]), meðan flestir eða allir lásu bænina samtímis.
Fyrsti róður hvers og eins á vertíð var kallaður „útdráttur“. Helzt vildu menn „draga út“ á föstudögum eða laugardögum, því að menn höfðu almenna ótrú á fyrri dögum vikunnar.
Alltaf fengu menn útdráttarkaffi hjá skipeiganda og þar að auki einu eða tvisvar sinnum á vertíð hverri. Að lokinni vertíð héldu síðan skipseigendur skipshöfninni veizlu. Hét það sumarveizla.
Í þóknun fyrir að róa á skipinu fengu fullgildir hásetar 4 krónur fyrir vertíðina. Þessi greiðsla hét „skipsáróður“. En formaðurinn fékk 10 krónur af hlut hverjum, sem borgaður var eftir skipið. T.d. fékk ég 20 krónur í formannskaup eftir Hannibal, því að eftir hann voru teknir 2 hlutir, eins og fyrr greinir.
Formaðurinn átti að sjá um, að allt væri í standi, er hafa átti í sjóferð hverja. Einnig bar honum að sjá um hirðingu á öllum áhöldum og veiðitækjum, þegar hætt var á róðrum. Einnig var það skylda formanns að kalla hásetana, hvar sem þeir bjuggu, í hvern róður. Fyrstu formannsvertíð mína (1890) fengum við 300 í hlut.
Vertíðina 1891 fengum við aðeins 210 í hlut. Þá var lítill afli eins og reyndar flestar vertíðirnar, sem frásögn mín hér greinir frá. Fyrstu tvær formennsku-vertíðirnar mínar man ég ekki til þess, að nokkuð sérstakt kæmi fyrir mig á sjónum, svo að það sé í frásögu færandi. Þó langar mig að greina hér frá einu atviki, því að það var óvenjulegt.




{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval