„Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 131: Lína 131:
== „Í ergju og kergju“ <br> „Þvílík heppni, þvílík fyrirtekt“ <br> Fékk 10 kr. gullpening fyrir tillöguna ==
== „Í ergju og kergju“ <br> „Þvílík heppni, þvílík fyrirtekt“ <br> Fékk 10 kr. gullpening fyrir tillöguna ==


Eitt sinn snemma í marzmánuði 1889 höfðum við verið langan tíma sólarhrings vestur á Mannklakk.  
Eitt sinn snemma í marzmánuði 1889 höfðum við verið langan tíma sólarhrings vestur á Mannklakk. Liðið var fast að hádegi, og flest skip, sem þar höfðu verið, farin á önnur mið eða heim. Við höfðum aðeins fengið fáa fiska og bjuggumst við að fá heimafararleyfi þá og þegar.
 
Við vorum allir hásetarnir orðnir þreyttir og leiðir og komum okkur saman um í ergi og kergju að leggja það til að fara „undir Sand“, þegar heimfararleyfi oks kæmi. Rétt á eftir segir formaðurinn: „Við skulum fara að yfirgefa það, bræður.“ Hafði ég þá orð fyrir okkur og sagðist vilja fara „undir Sand“. Allir tóku undir það mér. Karl sagði, að tillaga mín væri hin mesta fjarstæða, því að enginn fiskur væri þar svo snemma vertíðar. Við fylgdum hinsvegar tillögu okkar fast fram. - „Jæja þá,“ sagði formaður loks, „þið reynið þetta mest á ykkur.“ Þar með var snúið til norðurs og róið af kappi. Þegar við vorum komnir skammt norður af Elliðaey, sáum við súlukast mikið um Álinn. Þá héldum við þangað. Þar reyndist vera nógur fiskur uppi í sjó, svo að við hlóðum bátinn á skömmum tíma.
 
Meðan við rérum heim, heyrðum við Ólaf formann tauta við sjálfan sig öðru hvoru: „Þvílík heppni og þvílík fyrirtekt.“
 
Þegar búið var að setja bátinn og skipta alanum, baut formaður okkur góðgjörðir.
 
Þegar við sátum yfir borðum, rétti formaður mér 10-króna gullpening með þeim ummælum, að ég ætti hann fyrir tillöguna. Auðvitað lét ég félaga mína njóta peningsins með mér.
 
==„Hættu að skæla, Mundi, ekki gráta þeir hinir“<br> Hvalur hafði nærri grandað formanninum==
Eitt sinn kom það fyrir, þegar við vorum vestur af Elliðaey í síldartorfu, að við umkringdumst af hvalavöðum. Einn hvalurinn rann svo nærri bátnum, að andófsmaðurinn lyfti ári upp, svo að hvalurinn rynni ekki á hana.
 
Á hitt borðið munaði minnstu að hvalur slægi í bátinn með sporðinum, er hann veifaði honum upp úr sjónum. Þá tók einn af hásetunum til að gráta. Svo hræddur var hann um líf sitt. Þá sagði Ólafur formaður: „Hættu að skæla, Mundi, ekki gráta þeir hinir“. Því næst bað hann austurrúmsmanninn að ausa. Var þá blóðugur sjór í bátnum. Þá fóru hvalirnir að fjarlægjast bátinn.
 
Í annan tíma vorum við vestur af Faxaskeri. Kræktist þá færisöngull Ólafs formanns í hval. Þá munaði minnstu, að dagar formannsins væru taldir, því að færið flæktist um fætur hans, þegar hvalurinn kippti í færið.
 
Á síðasta augnabliki tókst einum hásetanna að skera á færið. Eitthvað mun formaður hafa tognað á fætinum, þó að hann hefði ekkert orð um það, en lasinn var hann í honum lengi eftir þetta.
 
Í mínu ungdæmi og lengur var oft krökkt af hval á fiskimiðum Eyjasjómanna. Hvalavöður fylgdu sérstaklega loðnugöngum á vetrum.
 
Þá sögu sögðu aldraðir menn, að hvalur hefði eitt sinn slegið gat á vertíðarskip austur af Yztakletti. Ekkert manntjón hlauzt þó af óhappi þessu, því að nálæg skip björguðu skipshöfninni.
 
==Magnús Guðmundsson gerist formaður á vertíðarskipi <br> Yngstur allra formanna, 17 ½ árs, með minnsta skipið==
Síðasta árið, sem ég réri með Ólafi, varð hann eitt sinn lasinn, svo að hann treysti sér ekki til að róa. Þetta 19. marz, og hafði þá fiskast vel í nokkra daga, því að síli hafði gegnið. Þennan morgun var blíðu veður og þótti okkur strákunum súrt í broti að vera í landi, þar sem öll skip voru róin. Ólafur formaður bað Hallvarð son sinn að vera formann á bátnum, en hann neitaði því með öllu. Fleiri af okkur bað hann að vera fyrir bátnum, en við neituðum allir að bera ábyrgðina á bát og skipshöfn.
 
Loks lét ég tilleiðast og hét því að stýra og lesa bænina. Að öðru leyti skyldu allir ráða.
 
Þegar við vorum komnir út fyrir Hringskerið, spyr ég strákana, hvert halda skuli. Þeir hlógu og svöruðu því til, að ég væri formaðurinn og skyldi ráða í einu og öllu í dag. Ég afréð þá að halda vestur að Smáeyjum, því að ég vissi ekki, hvert hin skipin hefðu farið.
 
Þegar við komum vestur [[Hrauney]], var þar stór sílatorfa. Þar hlóðum við bátinn fljótlega.
 
Ekki sáum við neitt til annarra skipa.
 
Við rerum austur að Eiðinu, seiluðum aflann þar og skildum einn hásetann eftir til þess að bjarga fiskinum undan sjó. Síðan átti hann að fara heim og útvega sér bát til þess að flytja fiskinn yfir Botninn. Um leið bar honum að ráða sér kvenfólktil þess að draga fiskinn yfir Eiðið. Einnig skyldi hann skipta aflanum réttlátlega.
 
Síðan rérum við hinir aftur. Það var kallað „að róa út“ eða „að tvíróa“. Og við Smáeyjar þennan dag hlóðum við í annað sinn. Fleiri skip komu þangað og hlóðu.
 
Eftir þennan dag bað Ólafur formaður mig oft að taka við bátnum næstu vertíð. Ég var mjög tregur til þess. Fannst mér ég vera of ungur, vanta alla reynslu og þekkingu. Ólafur kvað það leggjast í sig, að ég yrði heppinn. Loks hét ég honum því að vera með bátinn næstu vertíð, ef „strákarnir“ vildu þó róa með mér.
 
Þegar til kom, vildu strákarnir allir róa með mér. Ég réði svo ungling í skiprúm Ólafs Magnússonar. Sá hét Auðunn. Fyrstu formannsvertíð mína, 1890, var ég 18 ára og þess vegna langyngstur af formönnunum i Eyjum. Ég var með minnsta vertíðarbátinn og hafði litla sem enga þekkingu á formannsstarfinu. Verst var þó, að ég hafði engan til að sækja ráð til á sjónum.




{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval