Katrín Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja í Helgahjalli og á Vesturhúsum fæddist 28. júní 1834 og lést 2. apríl 1915.
Faðir hennar var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Vesturhúsum, f. 1807 og kona hans Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1805, d. 17. júní 1870.

Katrín var með foreldrum sínum á Vesturhúsum 1845 og 1850.
Hún var gift kona í Helgahjalli 1860 með Eiríki og börnum sínum Valgerði Eiríksdóttur fimm ára og Magnúsi Eiríkssyni eins árs.
Á manntali 1870 er hún komin að Vesturhúsum og er þar með Eiríki og börnunum tveim, ekklinum föður sínum og Eyjólfi syni Eiríks.
1890 er hún á Vesturhúsum, tengdamóðir húsbóndans Eyjólfs Jónssonar. Svo er einnig 1901.
Hún er á Vesturhúsum 1910 hjá ekkjunni dóttur sinni og þrem börnum hennar.

Maður Katrínar var Eiríkur Eiríksson bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827, d. 15. nóvember 1882.

Börn þeirra Eiríks voru:
1. Árni Eiríksson, f. 31. janúar 1855, d. 8. febrúar 1855 úr „barnaveiki“.
2. Valgerður Eiríksdóttir, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
3. Magnús Eiríksson, f. 7. febrúar 1860, d. 15. apríl 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.