Katrín Þorsteinsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1800 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum og lést 4. september 1869.
Faðir hennar var Þorsteinn bóndi á Sperðli í V-Landeyjum, f. 1767, Lafranzson bónda í Kornhúsum í Hvolhreppi, f. 1730, Sigurðssonar.
Móðir Þorsteins á Sperðli og kona Lafranz var Þorbjörg húsfreyja, f. 1729, d. 12. apríl 1803, Jónsdóttir „yngri“ prests, f. 1692, d. í desember 1741, Gissurarsonar, og konu sr. Jóns, Þuríðar húsfreyju, f. 1697, Böðvarsdóttur.

Móðir Katrínar og síðari kona Þorsteins var Maren (líka Marín) húsfreyja, f. 1773, d. 6. febrúar 1816, Guðmundsdóttir bónda, síðast í Galtarholti á Rangárvöllum, f. 1750, d. 11. febrúar 1810, Erlendssonar bónda á Sperðli, f. 1708, d. 5. ágúst 1789, Sigurðssonar og fyrstu konu Erlendar á Sperðli, Guðrúnar húsfreyju, f. (1710), Eyjólfsdóttur.
Móðir Marenar (Marínar) og barnsmóðir Guðmundar var Guðrún, f. 1749, Jónsdóttir bónda í Eystri-Tungu í Landeyjum, f. 1719, Guðmundssonar, og konu Jóns í Eystri-Tungu, Hildar húsfreyju, f. 1720, Einarsdóttur.

Katrín var systir Guðríðar Þorsteinsdóttur í Dölum móður Margrétar Guðmundsdóttur húsfreyju þar.

Katrín var tökubarn í Rimakoti í A-Landeyjum 1816.
Hún var komin til Eyja 1826 og var þá vinnukona í Ömpuhjalli. Hún var 33 ára bústýra á Vilborgarstöðum 1835, 39 ára húsfreyja þar 1840, 1845 og 1850 með Jóni og Katrínu.
1855 voru hjónin þar án Katrínar dóttur sinnar. Hún lést 1851.
1860 voru hjónin þar niðursetningar.
Jón lést 1864, Katrín 1869.

Maður Katrínar, (19. júlí 1835), var Jón Pálsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1788, d. 2. ágúst 1864.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt piltbarn 16. apríl 1826.
2. Emerentíana Jónsdóttir, f. 31. desember 1827. Hún mun hafa dáið ung.
3. Jóhanna Jónsdóttir, f. 2. maí 1831, d. 9. maí 1831 úr „Barnaveiki“.
4. Katrín Jónsdóttir, f. 27. apríl 1835, d. 20. september 1851 úr „Barnaveikindum“.
5. Jón Jónsson, f. 11. ágúst 1837, d. 22. ágúst 1837 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.