Karólína Guðrún Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karólína Guðrún Guðmundsdóttir frá Mandal, húsfreyja í Utah fæddist 1. maí 1876 í Mandal og lést 25. júní 1962.
Foreldrar hennar voru Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi, og maður hennar Guðmundur Árnason tómthúsmaður, meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879.

Karólína var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Faðir hennar dó, er hún var þriggja ára.
Hún var síðan með móður sinni í Mandal og fór með henni til Utah 1882.
Í Salt Lake City giftist hún Avery 1894. Þau eignuðust 11 börn.
Karólína Guðrún lést 1962.

Maður Karólínu, (20. desember 1894), var Vernile T. Avery.
Þau eignuðust 11 börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.