Karólína Björnsdóttir (Nýhöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árný Karólína Björnsdóttir húsfreyja fæddist 16. desember 1906 á Ytra-Mallandi á Skaga í Skagafjarðarsýslu og lést 14. október 2003.
Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson bóndi, f. 14.. apríl 1873 í Kelduvík á Skaga, d. 16. febrúar 1952 í Víkum þar, og kona hans Kristín Sveinsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 4. mars 1878 á Selnesi á Skaga, d. 12. mars 1945 í Eyjum.

Karólína var með foreldrum sínum í æsku.
Þau skildu 1924 og hún fylgdi móður sinni til Eyja 1926.
Hún eignaðist Öldu á Miðhúsum með Andrési 1928, bjó með Guðjóni Jónssyni í Nýhöfn 1930, eignaðist með honum 4 börn 1932-1937, bjó á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og í Vinaminni 1937, uns þau Guðjón fluttu úr bænum um 1945-1946.
Kristín móðir hennar var með henni á þessari vegferð, en lést 1945.
Þau fluttust á Selfoss þar sem hann var matsveinn á Tryggvaskála. Þau fluttust síðar á Hvolsvöll og bjuggu þar. Eftir lát Guðjóns fluttist Karólína til Reykjavíkur og bjó síðast á Hringbraut 51.
Hún lést 2003.

I. Barnsfaðir Karólínu var Andrés.
Barn þeirra var
1. Alda Andrésdóttir húsfreyja, bankafulltrúi í Hveragerði, f. 24. apríl 1928 á Miðhúsum.

2. Sambýlismaður Karólínu var Guðjón Jónsson frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, sjómaður, útgerðarmaður, matsveinn, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti þar, d. 22. janúar 1965.
Börn þeirra:
2. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
3. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
4. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
5. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.