Jakobína Þorsteinsdóttir (Ásavegi 5)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja fæddist 12. febrúar 1906 í Reykjavík og lést þar 8. júní 1948.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja f. 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð., d. 4. apríl 1949 í Reykjavík, og maður hennar Þorsteinn Hafliðason skósmiður, f. 22. nóvember 1879 í Fjósum í Mýrdal, d. 26. febrúar 1965 í Reykjavík.
Börn Ingibjargar og Þorsteins voru:
1. Þórunnar Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948. Maður hennar var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906, d. 22. júlí 1983.
2. Bjarni Eyþór Þorsteinsson sjómaður, f. 10. september 1910 í Steinholti, d. 15. maí 1946.
3. Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008. Maður hennar var Michael Celius Sívertsen vélstjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966.
4. Hafsteinn Þorsteinsson símvirki, símstjóri, f. 5. mars 1918 á Þingvöllum, d. 11. apríl 1985. Fyrri kona hans var Margrét Snorradóttir, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Síðari kona hans var Nanna Þormóðs, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004.
Barn Ingibjargar og stjúpbarn Þorsteins var
5. Emilía Filippusdóttir Snorrason, f. 4. febrúar 1902, d. 25. nóvember 1996. Maður hennar var Sigurður Sívertsen Snorrason bankaritari, síðar í Keflavík, f. 31. maí 1895 á Bíldudal, d. 5. maí 1969.

Jakobína var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1907.
Þau bjuggu í Steinholti 1910, á Þingvöllum við fæðingu Hafsteins 1918 og við fæðingu Guðrúnar 1920, á Skjaldbreið 1927, á Hvoli við Urðaveg 1929.
Jakobína giftist Marinó 1929 og bjó fyrstu árin á Hvoli við Urðaveg, eignaðist Sigurð Emil þar 1929 og Agnesi 1931.
Þau bjuggu á Kirkjuvegi 28, Sunnuhvoli 1934, byggðu Ásaveg 5 1935 og bjuggu þar meðan þau dvöldu í Eyjum. Þar eignuðust þau Jón Val 1941.
Foreldrar Jakobínu bjuggu í kjallara hússins.
Fjölskyldan, ásamt foreldrum hennar, fluttist til Reykjavíkur 1946 og bjó að Blönduhlíð 13.
Jakobína lést 1948, en Marinó 1983.

I. Maður Jakobínu, (8. júní 1929), var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1908, d. 22. júlí 1983.
Börn þeirra:
1. Sigurður Emil Marinósson iðnrekandi, forstjóri, stofnandi Sælgætisgerðarinnar Mónu, f. 21. október 1929 á Hvoli við Urðaveg, d. 15. ágúst 2014. Kona hans var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júní 1929.
2. Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg, d. 16. júlí 2010. Maður hennar var Kristinn Hannes Guðbjartsson loftskeytamaður, varðstjóri, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993.
3. Jón Valur Marinósson forstjóri, rafvélavirkjameistari, stofnandi og rekandi Bílarafs, f. 11. nóvember 1941 á Ásavegi 5, d. 1. júní 2022. Kona hans er Sabine Dolores Marth húsfreyja, sérkennari, f. 10. febrúar 1948 í Þýskalandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.