Jórunn Ingileif Magnúsdóttir (Ey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Jórunn Ingileif Magnúsdóttir húsfreyja á Hnausum og í Ey fæddist 10. október 1883 í Presthúsum og lést 14. júlí 1962.
Foreldrar hennar voru Magnús Vigfússon bóndi í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1845, d. 18. október 1907.

Jórunn Ingileif var 7 ára hjá foreldrum sínum í Presthúsum 1890. Hún var 18 ára vinnukona í Mandal 1901 og þar var Guðmundur Guðmundsson 35 ára vinnumaður.
1910 var hún húsfreyja á Hnausum með Guðmundi og börnunum Sigríði Magnúsínu 4 ára og Guðmundi Svavari á 1. ári.
Þau Guðmundur byggðu húsið Ey við Vestmannabraut 48b árið 1911 og bjuggu þar síðan. Árið 1920 voru þau þar með þrem börnum sínum.
Jórunn Ingileif lést 1962.

Maður Jórunnar Ingileifar var Guðmundur Guðmundsson sjómaður, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í Götu, f. 23. janúar 1906 í Mandal, d. 6. september 1975.
2. Guðmundur Svavar Guðmundsson, f. 29. apríl 1910 á Gjábakka, d. 17. apríl 1932 (18. apríl 1935 segir annarsstaðar).
3. Brynjólfur Gunnar Guðmundsson vélstjóri, f. 7. ágúst 1913 í Ey, d. 31. maí 1955.
Barn Guðmundar, sem ólst upp í Eyjum
4. Þórarinn Guðmundsson útgerðarmaður og formaður á Jaðri, f. 13. janúar 1893 í Frydendal, d. 30. maí 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.