Jón Sveinsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Sveinsson ráðsmaður fæddist 1796 u. Eyjafjöllum, líklega á Vesturholti, og lést 27. júlí 1839.
Tveir alnafnar eru á svipuðum aldri u. Eyjafjöllum 1801, annar í Ysta-Skála, hinn í Vesturholti. Jón í Ysta-Skála lést 1836. Foreldrar Jóns frá Vesturholti voru Sveinn Árnason bóndi, f. 1769, d. 17. febrúar 1802, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1766, d. 22. nóvember 1836.

Jón var fyrirvinna hjá Sigþrúði Jónsdóttur húsfreyju og ekkju í Þorlaugargerði 1836 og 1837 og í Brekkuhúsi hjá Oddrúnu Sigurðardóttur húsfreyju og ekkju 1838 og 1839.
Jón var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Hann lést úr bólusótt 1839, 43 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.