Jón Snæbjörnsson (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Snæbjörnsson frá Ofanleiti, sýslumaður í Höfn í Melasveit í Borgarfirði fæddist 30. september 1824 í Reykjavík og lést 31. ágúst 1860.
Foreldrar hans voru sr. Snæbjörn Björnsson, síðar prestur á Ofanleiti, f. 12. maí 1800 í Hítardal í Mýrasýslu, d. 17. janúar 1827 í Eyjum, og kona hans, (20. júlí 1823), Ingibjörg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1795 á Svertingsstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði.

Jón fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1825, er faðir hans hóf prestsstörf að Ofanleiti.
Faðir hans lést 1827, er hann var á 3. árinu. Móðir hans giftist Jónasi Vestmann smið og formanni frá Miðhúsum, f. 1798, en hann lést 5. mars 1834 eftir Þurfalingsslysið við Nausthamar.
Jón var með móður sinni og stjúpföður á Vesturhúsum 1828 og með ekkjunni móður sinni þar 1835.
Ingibjörg móðir hans fluttist með börnin til Reykjavíkur.
Jón var tekinn í Bessastaðaskóla 1842, varð stúdent úr Reykjavíkurskóla 1847. Hann lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1857.
Jón varð sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu 1858-1860 og sat í Höfn í Melasveit.
Hann fór til Kaupmannahafnar og kvæntist þar 1859. Hann lést í Reykjavík 1860.

Kona Jóns var Klara Margrét Henrietta, danskrar ættar, mun hafa látist 1919.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.