Jón Jónsson (Batavíu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, síðan dvalarmaður í Batavíu fæddist 7. júlí 1831 að Efri-Hvoli í Hvolhreppi og lést 15. desember 1903 í Eyjum.
Faðir hans var Jón bóndi á Efri-Hvoli, f. 6. desember 1799, d. í júní 1834, Magnússon bónda á Efri-Hvoli, f. 1765, d. 5. október 1828, Jónssonar, og konu Magnúsar, Ingveldar húsfreyju, f. 1766, d. 12. janúar 1833, Jónsdóttur.
Móðir Jóns í Batavíu og kona Magnúsar á Efri-Hvoli var Ásta húsfreyja, f. 7. apríl 1790, d. 25. október 1880, Árnadóttir bónda á Selalæk á Rangárvöllum, skírður 21. febrúar 1749, d. 3. apríl 1831, Ormssonar, og konu Árna, Þuríðar húsfreyju, f. 1749, d. 21. ágúst 1826, Loftsdóttur.

Kona Jóns var Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja, ekkja og bóndi á Búðarhóli, f. 7. febrúar 1826 í Svaðbæli u. Eyjafjöllum, d. 25. febrúar 1901. Jón var síðari maður hennar. Fyrri maður hennar var Sigurður Hafliðason bóndi á Búðarhóli, f. 24. mars 1820, d. 8. maí 1861.
Þau Sigríður bjuggu á Búðarhóli 1863-1888, er þau brugðu búi og fluttust til Eyja til Ingibjargar í Batavíu, dóttur Sigríðar. Þar dvaldi Jón til dd.
Þau Sigríður voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.