Jón Hjaltalín Hermundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Hjaltalín Hermundsson.

Jón Hjaltalín Hermundsson frá Strönd í V.-Landeyjum, sjómaður fæddist þar 17. september 1923 og lést 10. ágúst 2006 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Hermundur Einarsson bóndi, f. 17. júlí 1880 á Skeggjastöðum í V.-Landeyjum, d. 8. júní 1964, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Strönd, húsfreyja, f. þar 29. apríl 1890, d. 20. september 1961.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann við bú foreldra sinna.
Hann stundaði sjósókn á vetrarvertíðum í Eyjum, en vann hjá Ársæli Sveinssyni milli vertíða. Einnig tók hann þátt í síldveiðum á árum þeirra.
Eftir flutning til Kópavogs vann Jón hjá Eimskipafélagi Íslands við afgreiðslu skipa í Sundahöfn.
Þau Ása giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Huldulandi við Heiðarveg 41 og Hásteinsvegi 52, en síðast á Birkigrund 64 í Kópavogi.
Ása lést 2002. Jón dvaldi síðast á heimili aldraðra sjúklinga í Roðasölum í Kópavogi.
Hann lést 2006.

Kona Jóns, (17. júní 1956), var Ása Magnúsdóttir frá Lambhaga, verkakona, húsfreyja, f. 15. júlí 1931, d. 8. júlí 2002.
Börn þeirra:
1. Hermann Gunnar Jónsson, f. 23. febrúar 1956. Kona hans Emma K. Garðarsdóttir.
2. Magnús Rúnar Jónsson verslunarmaður, f. 18. febrúar 1958. Kona hans Auður Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.