Jónína Lilja Waagfjörð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Lilja Waagfjörð.

Jónína Lilja Waagfjörð frá Garðhúsum, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 18. október 1926 og lést 10. janúar 2009 á hjúkrunarheimilinu Víðinesi.
Foreldrar hennar voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.

Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.

Jónína ólst upp með fjölskyldu sinni. Hún gekk í Kvöldskóla Iðnaðarmanna í Eyjum 1940-1942 og lauk námi við Hjúkrunarskólann í október 1949.
Jónína stundaði framhaldsnám í heilsuvernd Statens svenska hälsosysterskola í Helsingfors febrúar 1952 til september s.á.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum október 1949 til september 1950, við Kleppsspítalann október 1950 til apríl 1951, Mjölbolstad Sanatorium í Finnlandi í 2 mánuði 1951, Kvinnokliniken í Helsingfors í 2 mánuði 1951, Folkhälsan í Helsingfors í 1½ mánuð 1951, Aurora Sjukhus í Helsingfors 3½ mánuð 1951-1952, Vårdhemmet Sureby í Stokkhólmi október 1952 til júní 1953, á Kleppsspítalanum 1½ mánuð 1953, Heilsuverndarstöðinni í Eyjum október 1953 til ágúst 1954, Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík september 1954 til október 1957 og júlí 1958 til október s.á. og í hálfu starfi nóvember 1959 til júní 1960, hjúkrunarfræðingur þar við heilsugæslu í Laugalækjarskóla frá hausti 1973 til vors 1975.
Þau Karl giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Karl lést 1998 og Jónína Lilja 2009.

I. Maður Jónínu Lilju, (10. nóvember 1956), var Karl Magnússon vélstjóri hjá Landsvirkjun, þá verkstjóri vélaverkstæðis Ísals, síðan stöðvarstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 25. september 1924 í Vík í Mýrdal, d. 24. febrúar 1998. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson bókhaldari í Vík, húsameistari í Reykjavík, f. 18. febrúar 1893 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 8. apríl 1971 í Reykjavík, og kona hans Halldóra Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1896 á Hnappavöllum í Öræfum, d. 26. apríl 1993.
Börn þeirra:
1. Kristín Dóra Karlsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1957. Maður hennar er Hallur Birgisson.
2. Sólveig Ásta Karlsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1961. Maður hennar er Allan Ebert Deis.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. janúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.