Jónína Jónsdóttir (Geithálsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jónína Sigríður Jónsdóttir og Katrín dóttir hennar.
Birt með leyfi Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Jónína Sigríður Jónsdóttir frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð í N-Múl., húsfreyja fæddist 18. febrúar 1857 á Fossvöllum og lést 8. júní 1939.
Foreldrar hennar voru Jón ,,yngri“ Sigurðsson frá Kambshjáleigu í Álftafirði, vinnumaður, f. 1822, varð úti 22. janúar 1857, og kona hans Guðný Pétursdóttir frá Hóli á Langanesi, vinnukona, f. 1823, d. 31. júlí 1904.

Jónína var með vinnukonunni móður sinni á Merki á Jökuldal 1860, var með húsfreyjunni móður sinni á Kirkjubóli í Norðfirði 1869.
Hún var vinnukona í Nesi í Norðfirði 1880.
Jónína var heitbundin Stefáni Ormarssyni á Norðfirði, en hann drukknaði í Norðfjarðarflóa 30. nóvember 1881. Þau áttu dóttur, sem fæddist eftir lát föður síns.
Jónína var vinnukona á Ekru í Norðfirði 1882 með Unu Stefaníu Stefánsdóttur dóttur sína hjá sér.
Hún fluttist að Steinnesi í Mjóafirði 1882, en þá var Sveinbjörn Hallgrímsson vinnumaður hjá Maríu systur sinni á næsta bæ í Minni-Dölum.
Þau Sveinbjörn hófu búskap í húsmennsku á Hofi þar 1884, voru á Kolableikseyri þar 1885, fóru síðan að Krossi þar 1886. Þar bjuggu þau í húsmennsku í 8 ár.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1889, fengu ábúð á Skógum 1894, líklega húsmennskuábúð og þá minni jarðarafnot. Á Krossi bjuggu þau í Kofanum, sem var lítið hús af vanefnum byggt.
Þau eignuðust átta börn.
Sveinbjörn varð úti í Skógaskarði milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar 3. október 1899.
Jónína dvaldi um hríð með börnin á ýmsum bæjum í Mjóafirði, en þau fluttu síðan burt eitt af öðru. Hún var vinnukona á Brekku í Mjóafirði 1901 og þar var Katrín með henni, var á Seyðisfirði 1903 með Katrínu, var lausakona í Krossskálavík í Norðfirði 1908 og með henni var Ragnar sonur hennar.
Katrín dóttir hennar fluttist til Eyja 1910, giftist 1913. Jónína var hjá henni og Hirti á Túnsbergi 1913, í Þorlaugargerði 1914-1917, sneri þá til Norðfjarðar, var hjá Jóhönnu dóttur sinni á Akri þar í lok ársins 1917.
Hún fluttist til Eyja 1918, var hjá Katrínu á Geithálsi 1920, en farin 1921.
Hún dvaldi hjá Unu Stefaníu dóttur sinni í Garðshorni í Norðfirði og lést 1939.

I. Unnusti Jónínu Sigríðar var Stefán Ormarsson frá Blöndugerði á Héraði, f. 1863, drukknaði í Norðfjarðarflóa 30. nóvember 1881.
Barn þeirra:
1. Una Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 25. janúar 1882, d. 15. nóvember 1950. Maður hennar var Pétur Pétursson frá Gíslastöðum á Völlum á Héraði.

II. Maður Jónínu Sigríðar, (23. júní 1889), var Sveinbjörn Hallgrímsson bóndi, f. 25. maí 1859, varð úti 3. október 1899.
Börn þeirra:
2. Jóhanna Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 12. október 1884, d. 5. júlí 1958. Maður hennar var Jón Þórðarson smiður á Akri.
3. Guðrún María Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 17. maí 1887, d. 15. september 1977. Maður hennar var Eiríkur Vigfússon á Efri-Sjónarhól.
4. Sveinn Sigfússon Sveinbjörnsson, f. 13. maí 1889, d. 15. ágúst 1899.
5. Jóhann Sveinbjörnsson sjómaður í Neskaupstað, síðast í Reykjavík, f. 12. apríl 1891, d. 9. apríl 1972. Kona hans var Guðrún Sveinbjörnsdóttir húsfreyja frá Norðfirði.
6. Guðjón Sveinbjörnsson sjómaður í Neskaupstað, f. 2. apríl 1893, fórst með v.b. Ceres frá Eyjum 2. mars 1920.
7. Katrín Sigurlín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Geithálsi, f. 20. apríl 1895, d. 30. júlí 1951. Maður hennar var Hjörtur Einarsson vélstjóri, bátsformaður.
8. Jónfríður Sveinlaug Sveinbjörnsdóttir, f. 10. júní 1897, d. 9. nóvember 1898.
9. Guðmundur Svanberg Ragnar Sveinbjörnsson sjómaður, f. 12. ágúst 1899, fórst með v.b. Ötuli (v.b. Ötull) frá Norðfirði 3. október 1919.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.