Jóhannes Albertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jóhannes J. Albertsson)
Stökkva á: flakk, leita
Jóhannes í fullum skrúða.

Jóhannes J. Albertsson fæddist 19. nóvember 1899 að Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu og lést 4. febrúar 1975 í Ástralíu. Foreldrar hans voru Jóhann Albert Stefánsson bóndi og kona hans Dagmey Sigurgeirsdóttir.

Fyrri kona Jóhannesar var Kristín Sigmundsdóttir frá Hamrendum. Börn þeirra voru Jóhannes Albert, Gréta, Elínborg, Jóhanna Maggý og Ragnar Sigurjón.
Seinni kona Jóhannesar var Marta Pétursdóttir. Þau bjuggu í London við Miðstræti og síðar á Hásteinsvegi 37. Börn þeirra voru Sævar Þorbjörn og Soffía Lillý.

Jóhannes var lögregluþjónn í Vestmannaeyjum í 36 ár.

Jóhannes dvaldi í Ástralíu hjá dóttur þeirra Mörtu, Soffíu Lillý, er hann lést.

Myndir


Heimildir

  • gardur.is