Jóhanna Hjartardóttir (Lukku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Hjartardóttir.

Jóhanna Hjartardóttir frá Saurum í Laxárdal, húsfreyja, garðyrkju- og hænsnabóndi, fæddist þar 24. ágúst 1911 og lést 27. desember 1998 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Jónsson frá Barmi á Skarðsströnd í Dalas., bóndi, f. 4. desember 1889, drukknaði 2. febrúar 1918, og kona hans Ása Egilsdóttir frá Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dalas., húsfreyja, f. 17. júní 1886, d. 1. júlí 1931.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sjöunda árinu.
Móðir hennar fluttist til móður sinnar að Þorbergsstöðum með Jóhönnu. Þar voru þær til um 1930, er móðir hennar veiktist og var flutt á Dvalarheimilið Grund í Reykjavík. Jóhanna fylgdi henni Suður. Hún vann við húshjálp og síðar verslunarstörf og við aðhlynningu á Kleppi.
Jóhanna veiktist af berklum og dvaldi á Reykjahæli í Ölfusi, þá 27 ára. Þar kynntust þau Ingólfur.
Þau giftu sig 1943 í Dómkirkjunni í Reykjavík, eignuðust tvö börn.
Þau bjuggu á Vestmannabraut 76 í fyrstu, síðan á Eyjarhólum, sem þau eignuðust. Þau fluttu að Lukku á Strembu 1950 og bjuggu þar til Goss. Eftir flutning að Lukku 1950, stunduðu hjónin garð- og hænsnarækt.
Við Gos fluttust þau til Reykjavíkur, keyptu íbúð í Ljósheimum. Síðar keyptu þau litla íbúð á Dalsbraut 20 þar sem þau bjuggu síðast.
Jóhanna lést 1998 og Ingólfur 1999.

I. Maður Jóhönnu, (20. nóvember 1943), var Ingólfur Guðjónsson frá Skaftafelli, verkamaður, garðyrkju- og hænsnabóndi, síðar baðvörður, f. 25. júlí 1913 að Brekku, d. 25. janúar 1999 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Hjörtur Ásgeir Ingólfsson vévirki í Hafnarfirði, f. 29. maí 1945. Kona hans var Margrét Jónfríður Helgadóttir, látin.
2. Jóhannes Esra Ingólfsson plötu- og ketilsmiður, f. 7. október 1948, d. 23. júlí 2009. Fyrri kona hans er Bára Guðmundsdóttir. Síðari kona hans er Guðný Anna Thórshamar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.