Jóhanna Guðrún Jónsdóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ráðgjafi fæddist 20. desember 1942 í Þorlaugargerði.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon skipstjóri frá Hofi í Eyjum, f. 28. mars 1906, d. 13. febrúar 1983, og síðari kona hans Karólína Guðrún Maríasdóttir húsfreyja frá Kjós í Grunnavíkurhreppi, f. 19. júní 1914, d. 19. febrúar 2005.

Jóhanna Guðrún var með foreldrum sínum í Eyjum, og síðar húsfreyja í Eyjum og Reykjavík. Hún var ráðgjafi hjá SÁÁ, en stundaði síðan ráðgjafarstörf á eigin vegum.
Þau Erling giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrst á Austurvegi 22, þá á Heiðarvegi 20, síðan á Ásavegi 12. Þá keyptu þau húsið Hásteinsveg 36. Þau byggðu húsið Höfðaveg 36 1972 og bjuggu þar til Goss.
Hjónin sneru aftur að Höfðavegi 36 um haustið 1973 og bjuggu þar til 1982, er þau fluttu á Selfoss og þar bjuggu þau til 1987, er þau skildu samvistir.
Þau Stefán giftu sig 2002, en hafa skilið samvistir.

Jóhanna Guðrún er tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (12. maí 1962, skildu), var Sigurður Erling Pétursson skipstjóri, f. 25. október 1942 í Fagradal í Mýrdal.
Börn þeirra:
1. Pétur Erlingsson sjómaður á Sauðárkróki og nú skipstjóri á Gullhólmi frá Grundarfirði, f. 17. nóvember 1961 í Reykjavík. Kona hans er Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir verslunarmaður, f. 19. júlí 1965.
2. Guðrún Erlingsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Eyjum, verkalýðsleiðtogi, varaþingmaður, BA-atvinnulífsfræðingur, nemur fréttamennsku, f. 18. október 1962 í Eyjum. Maður hennar er Gylfi Sigurðsson trésmiður, f. 26. janúar 1959.
3. Erling Erlingsson framreiðslumaður, sjómaður í Reykjavík, nú skipstjóri á Steinunni frá Höfn, f. 25. október 1965 í Eyjum. Kona hans er Arnheiður Edda Rafnsdóttir bankastarfsmaður, f. 9. maí 1965.
4. Berglind Erlingsdóttir húsfreyja, matartæknir, mannfræðingur, f. 15. desember 1974 í Eyjum, búsett í Portland í Oregon í Bandaríkjunum. Maður hennar er dr. Styrmir Sigurjónsson verkfræðingur, f. 14. apríl 1974. Hann vinnur við líftækni. Hann er sonarsonur Jóhönnu Sigurjónsdóttur Sigurðssonar frá Þingeyri.

II. Síðari maður Jóhönnu Guðrúnar, (20. desember 2002, skildu), var Stefán Jóhannsson, f. 3. ágúst 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.