Jóhann Bergur Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Bergur Sveinsson.

Jóhann Bergur Sveinsson frá Eyvindarholti við Brekastíg, lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja fæddist 19. september 1930 í Eyvindarholti og lést 24. ágúst 2004 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hans voru Sveinn Jónasson verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 9. júlí 1902 í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum, d. 26. desember 1981, og kona hans Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1904 í Reykjavík, síðast í Traðarhúsum á Eyrarbakka, d. 8. maí 1972.

Börn Ragnhildar og Sveins:
1. Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1928 á Laugalandi, d. 10. febrúar 2021. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og fluttist með þeim að Efri-Rotum u. Eyjafjöllum.
Hann vann þar sveitastörf og einnig við múrverk. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1961, þar sem hann starfaði í fyrstu sem verkstjóri í fiskverkun í Hraðfrystistöð Keflavíkur. Hann hóf starf sem lögreglumaður árið 1964 og var síðar varðstjóri og gegndi því starfi í 12 ár. Þá varð hann heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja til 70 ára aldurs.
Jóhann var áhugamaður um íþróttamál og var formaður Íþróttafélags Keflavíkur (ÍK) og kom einnig að frjálsíþróttaþjálfun. Að auki starfaði hann að knattspyrnumálum innan Íþróttabandalags Keflavíkur (ÍBK).
Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf og var hann um tíma í stjórn Félags heilbrigðisfulltrúa.
Þau Júlía giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn.
Jóhann Bergur lést 2004.
Júlía býr við Aðalgötu 1 í Reykjanesbæ.

I. Kona Jóhanns, (12. júlí 1959), er Júlía Sigurgeirsdóttir frá Heiðardal, húsfreyja, f. 31. ágúst 1937.
Börn þeirra:
1. Ásthildur Edda Jóhannsdóttir, f. 3. október 1957 í Efri-Rotum, d. 31. desember 1962.
2. Sigurgeir Svanur Jóhannsson vélstjóri til sjós, starfsmaður Bláa Lónsins, f. 19. desember 1958 í Efri-Rotum, ókv. og barnlaus.
3. Guðfinna Bryndís Jóhannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Byko, f. 19. október 1961 í Efri-Rotum. Barnsfaðir hennar Alberto Bianco. Barnsfaðir Júlíus Ólafsson. Hún er í fjarbúð með Ómari Ragnarssyni ættuðum frá Bræðratungu.
4. Kristinn Edgar Jóhannsson starfsmaður Flugleiða, f. 20. október 1964 í Keflavík, býr nú á Selfossi. Kona hans Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.