Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Ingibjörg og Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen dóttir hennar.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Möller vinnukona í Frydendal, síðar í Fagradal fæddist 29. júlí 1890 í Litluvík í Desjamýrarsókn í N-Múlasýslu og lést 12. júní 1966 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Kristján Möller bátsformaður á Borgarfirði eystra, sonur dansks beykis á Seyðisfirði, f. 11. mars 1853, drukknaði 1. apríl 1890, og kona hans Þórey Jónsdóttir húsfreyja af Marteinsætt í Sandvík og Norðfirði, f. 21. september 1855 í Mjóafirði eystra, var á lífi 1923.

Jóna var með móður sinni til 1902, var þá léttastúlka á Hofsströnd í Borgarfirði eystra. Hún fluttist til Eyja frá Borgarfirði 1912 og varð vinnukona í Frydendal. Þar eignaðist hún barn með Lárusi Johnsen, Önnu Sigríði, 1913.
Hún var í Frydendal 1913 og 1914, en var leigjandi í Merkisteini 1915 með Önnu Sigríði Lárusdóttur 2 ára.
Hún bjó í Fagradal 1919, var þerna á Dettifossi búsett á Laufásvegi 10 í Reykjavík 1930.
Hún fluttist til Danmerkur, giftist Vilhelm Möller.
Jóna lést 1966, þá til heimilis að Laugavegi 82.

I. Barnsfaðir hennar var Kristinn Lárus Johnsen, þá í Frydendal, síðar kaupmaður, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930.
Barn þeirra var
1. Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen, f. 5. maí 1913, d. 13. nóvember 2004.

II. Maður hennar var Vilhelm Möller. Þau bjuggu í Danmörku.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. nóvember 2004. Minning Önnu Sigríðar Johnsen.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.