Jóhanna Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1791 á Borðeyri við Hrútafjörð og lést 10. júní 1848.

Móðir hennar var Þuríður Högnadóttir, síðar húsfreyja í Kornhól, f. 1767, d. 12. september 1801.

Jóhanna kom til Eyja með móður sinni, sem gifst hafði Bjarna Björnssyni, síðar bónda á Miðhúsum, f. 1752, d. 23. nóvember 1827.
Jóhanna var með þeim á Kornhólskansi 1801, húsfreyja á Vilborgarstöðum 1816 með Jóni Pálssyni og barninu Þuríði Jónsdóttur. Hún hafði þá eignast 4 börn og misst 3 þeirra, líklega öll úr ginklofa, og í heild misstu þau þannig 7 af átta börnum sínum. Presturinn kallaði þessa algengu dánarorsök oft nafninu „Barnaveiki“ eða „Barnaveikindi“, sem gat haft tvíræða merkingu.

Jóhanna var tvígift.
I. Eiginmaður Jóhönnu, (11. maí 1809, skildu með dómi 7. janúar 1826), var Jón Pálsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1788, d. 2. ágúst 1864.
Börn þeirra hér:
1. Jón Jónsson, f. 26. febrúar 1810, d. 7. mars 1810 úr „Barnaveikindum“.
2. Högni Jónsson, f. 20. mars 1811, d. 7. apríl 1811 úr „Barnaveikindum“.
3. Jakob Jónsson, f. 31. janúar 1813, hefur dáið ungur. Hann finnst ekki síðar.
4. Þuríður Jónsdóttir, f. 21. maí 1815 á Vilborgarstöðum, d. 24. júlí 1850.
5. Jóhannes Jónsson, f. 31. desember 1816, d. 12. febrúar 1817 úr „barnaveiki“.
6. Jón Jónsson, f. 21. september 1818, d. 29. september 1818 úr „barnaveiki“.
7. (Ossilá) Sesselja Jónsdóttir, f. 30. júlí 1820, d. 5. ágúst 1820 úr „barnaveiki“.
8. Jóhannes Jónsson, f. 21. nóvember 1822, d. 5. daga gamall úr „barnaveiki“.

II. Börn Jóhönnu með Stefáni Ólafssyni „giftum vinnumanni‟ á Vilborgarstöðum 1835, f. 16. maí 1792, d. 3. apríl 1847. Hann var fráskilinn þá frá árinu 1817:
6. Sigríður Stefánsdóttir, f. 24. september 1825, d. 30. maí 1874. Hún var kona Guðmundar Ólafssonar bónda á Vilborgarstöðum.
7. Jóhann Stefánsson, f. 29. maí 1829.

III. Barn með Páli Þorsteinssyni vinnumanni frá Miðhúsum, f. 1800, d. 5. mars 1834.
8. Guðrún Pálsdóttir, f. 25. júlí 1830. Hún var 15 ára hjá móður sinni 1845. Hún fór frá Vilborgarstöðum til Kaupmannahafnar 1850.

IV. Síðari maður Jóhönnu, (10. ágúst 1838), var Árni Jónsson sjómaður frá Múlakoti í Fljótshlíð, f. 31. janúar 1812, d. 8. janúar 1855. Hann var með Jóhönnu 1839 við fermingu Sigríðar dóttur hennar, og við mt. 1840, 27 ára. Þá var Jóhanna 47 ára. Árni varð síðar, (1850), fyrri maður Bjargar Árnadóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum, en síðari maður hennar, (1858), var Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður þar.
Þau Jóhanna og Árni voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dómsskjöl í Þjóðskjalasafni.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.