Ingveldur Guðmundsdóttir (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ingveldur Guðmundsdóttir gift vinnukona á Kirkjubæ fæddist 11. október 1791 og lést 30. júní 1841.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafsson bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar bónda í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1695, Snorrasonar, og konu Ólafs Snorrasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1687, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Guðmundar og kona Ólafs í Hallgeirsey var Ingunn húsfreyja, f. 1733, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar bónda í Eystra-Fíflholti þar, f. 1662, Erlendssonar, og konu Helga, Ingunnar húsfreyju, f. 1662, Gunnarsdóttur.

Móðir Ingveldar og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.
Ætt hennar er ókunn.

Systkini Ingveldar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, gift Steini Guðmundssyni tómthúsmanni.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848, gift fyrr Jóni Helgasyni, síðar Einari Jónssyni eldri.
3. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
4. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.
Hálfsystkini þeirra í Eyjum voru:
5. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
7. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).

Ingveldur var hjá foreldrum sínum á Bryggjum 1801, ógift vinnukona í Kornhól 1816, vinnukona í Dölum 1835 með Guðmund son sinn eins árs hjá sér.
Hún var gift kona hjá ekklinum Ólafi bróður sínum á Kirkjubæ 1840.
Við andlát var hún sögð gift kona frá Görðum.

I. Maður Ingveldar, (28. október 1832), var Ólafur Björnsson vinnumaður, f. 26. febrúar 1808, d. 26. febrúar 1848.
Barn þeirra hér:
1. Guðmundur Ólafsson, f. 4. mars 1834, d. 26. desember 1847. Hann var með móður sinni í Dölum 1835, 6 ára fósturbarn hjá Ragnhildi Ingimundardóttur á Búastöðum 1840, 11 ára niðursetningur í Nöjsomhed 1845, 13 ára niðurseningur á Gjábakka við andlát.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.