Ingvar Jónsson (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ingvar Jónsson bóndi í Stóra-Gerði fæddist 15. febrúar 1794 í Efraseli í Landsveit og lést 18. júní 1866 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum.
Foreldrar hans voru Jón Ingvarsson bóndi og hreppstjóri, f. 1753 á Stóruvöllum í Landsveit, d. 16. desember 1838 í Efraseli, og fyrsta kona hans Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, fædd á Efraseli, skírð 4. maí 1759, d. 23. ágúst 1801.

Ingvar kom að Kastala frá Skarði á Landi 1819, var haustmaður þar við giftingu þeirra Magdalenu 1819.
Þau Ingvar bjuggu í Gerði 1821 og fluttust frá Gerði að Ytri-Hól í Landeyjum 1823 og bjuggu þar til 1825, en í Efraseli í Landsveit 1825-1828. Þá fluttust þau að Grímsstöðum í V-Landeyjum og bjuggu þar til 1840, er þau fluttust að Klasbarðahjáleigu þar og bjuggu þar til dd. Magdalenu 1860.
Ingvar lést á Skúmsstöðum í V-Landeyjum 1866.

I. Kona Ingvars, (24. október 1819 í Eyjum), var Magdalena Einarsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 20. október 1860.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Ingvarsson, f. 26. febrúar 1819, d. 4. mars 1819 úr ginklofa.
2. Jón Invarsson, f. 27. maí 1821, d. 6. júní 1821 úr ginklofa.
Börn fædd utan Eyja:
3. María Ingvarsdóttir vinnukona í Klasabarðahjáleigu, f. 29. apríl 1824, d. 6. febrúar 1869.
4. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Brennu u. Eyjafjöllum, f. 24. apríl 1825, d. 9. ágúst 1896, gift Gísla Ólafssyni.
5. Magdalena Ingvarsdóttir, f. 1. janúar 1829, d. 8. janúar 1829.
6. Magdalena Ingvarsdóttir, f. 6. febrúar 1831, d. 25. janúar 1838.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.