Ingunn Larsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingunn Anne María Larsdóttir Tranberg Mogensen fæddist 6. maí 1841 í Sorgenfri og lést 16. maí 1929 í Kaupmannahöfn.
Foreldrar hennar voru Lars Tranberg formaður, hafnsögumaður, f. um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi, d. 30. ágúst 1860 í Eyjum, og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. maí 1814 í Hallgeirsey í A-Landeyjum, d. 16. júlí 1842 í Eyjum.

Börn Lars Tranberg í Eyjum voru:
I. Börn Guðrúnar og Lars:
1. Amalía Kristín Larsdóttir, f. 3. nóvember 1837, d. 10. febrúar 1847.
2. Anne Marie Larsdóttir, f. 18. október 1839, d. 25. október 1839.
3. Ingunn Anne Marie Larsdóttir Tranberg Mogensen, f. 6. maí 1841, d. 16. maí 1929 í Kaupmannahöfn.

II. Barnsmóðir Lars var Halldóra Jónsdóttir frá Söndum í Meðallandi, V-Skaft., síðar húsfreyja á Steinsstöðum, kona Sigurðar Vigfússonar bónda.
4. Barn þeirra var Guðrún Larsdóttir, f. 23. maí 1843, d. 22. ágúst 1843 úr ginklofa.

III. Síðari kona Lars skipstjóra, (20. október 1849), var Gunnhildur Oddsdóttir, f. 9. október 1824, á lífi 1882.
Börn Gunnhildar og Lars:
5. Alexander Tranberg, f. 10. desember 1850, d. 18. desember 1850, orsakar ekki getið.
6. Amalie Eleonora Larsdóttir, f. 25. júlí 1852. Hún fór utan um tvítugt, giftist í París dönskum söðlasmíðameistara, Emil Hansen. Þau fóru til Chicago.
7. Kristjana Margrét Larsdóttir, f. 9. október 1854, d. 11. febrúar 1866.
8. Maria Maren Kristensa Larsdóttir, f. 7. júní 1857, d. 1934. Hún var fósturdóttir Jórunnar Jónsdóttur Austmann. Hún fór til Chicago. Maður hennar var Chr. Nielsen.
9. Jakob Sandersen Larsson Tranberg, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945.

Ingunn missti móður sína er hún var eins árs. Hún var með föður sínum í Sjólyst 1845, með honum í Larshúsi 1846, var tökubarn í Þorlaugargerði 1847-1857, (rangnefnd Amalie um skeið, en systir hennar Amalie dó 1847. Þetta var leiðrétt 1852). Hún var með Lofti og Guðrúnu í Þorlaugargerði enn 1857 og fór með þeim úr landi 17 ára, þegar Loftur og Guðrún fluttust til Utah. Stefnt var til Englands í fyrstu. Þau höfnuðu sig í Liverpool og Ingunn fór frá Englandi til Danmerkur. Þar bjó hún síðan í Bådsmansstræde í Kaupmannahöfn.
Þau Ulrik Emilius giftu sig 1869, eignuðust þrjú börn.
Ulrik dó 1905.
Ingunn bjó með Guðrúnu dóttur sinni og lést 1929.

I. Maður Ingunnar, (8. ágúst 1869 í Holmen parish í Kaupmannahöfn), var Ulrik Emilius Mogensen krigsassesor, f. 19. október 1828 í Kaupmannahöfn, d. þar 2. júní 1905.
Börn þeirra:
1. Just Andreas Mogensen, f. 22. júlí 1870 í Kaupmannahöfn.
2. Hans Alexander Mogensen, f. 6. desember 1872 í Kaupmannahöfn.
3. Gudrun Marie Mogensen, f. 20. desember 1876 í Kaupmannahöfn, d. 5. maí 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.