Hulda Jensdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hulda Jensdóttir úr Reykjavík, húsfreyja fæddist 2. júlí 1938.
Foreldrar hennar voru Jens Pétur Sveinsson skósmiður í Reykjavík, f. 17. október 1905, d. 13. apríl 1974, og kona hans Jóna Laufey Líndal Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1909, d. 21. júní 1979.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, vann síðan afgreiðslustörf.
Hún eignaðist barn með Jóhanni 1960.
Hulda flutti til Eyja 1964.
Þau Viktor giftu sig 1966, eignuðust eitt barn saman og Viktor fóstraði Laufeyju barn Huldu.
Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 9, fluttu á Nýjabæjarbraut 7 1968, en fluttust úr Eyjum við Gos 1973. Viktor var í Eyjum á Gosárinu, sjómaður á Halkion VE, en Hulda var í Kópavogi. Þau bjuggu síðan í Mosfellsbæ, í fyrstu í Viðlagasjóðshúsi að Arnartanga 57 í eitt ár, þá keyptu þau húsið Arnartanga 76 og bjuggu þar 1974-2001. Þá bjuggu þau í Klapparhlíð 18, en síðustu tvö og hálft ár leigðu þau í íbúð fyrir aldraða á Eirhamri .
Viktor Þór lést 2020. Hulda býr á Eirhamri.

I. Barnsfaðir Huldu var Jóhann Guðmundsson í Hafnarfirði, stýrimaður, umboðsmaður, einn af stofnendum Trefja ehf., f. 7. febrúar 1938, d. 24. júlí 2008.
Barn þeirra:
I. Jóna Laufey Jóhannsdóttir húsfreyja, matráður, f. 28. maí 1960. Maður hennar Ingvar Hreinsson.

II. Maður Huldu, (28. maí 1966), var Viktor Þór Úraníusson húsasmiður, f. 27. janúar 1942 á Bjarmalandi, Flötum 10, d. 27. ágúst 2020.
Barn þeirra:
2. Viktor Björn Viktorsson rafvirki, starfsmaður Atlanta flugfélags, f. 23. nóvember 1967. Kona hans Erla Edvardsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.