Hulda Jóhannsdóttir (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hulda Jóhannsdóttir frá Brekku matreiðslukona fæddist þar 19. október 1911 og lést 17. september 1993.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson skipstjóri, húsasmiður frá Túni, f. 20. maí 1876, d. 13. janúar 1931, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Jómsborg, húsfreyja, f. 17. september 1878 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 20. september 1926.

Börn Kristínar og Jóhanns voru:
1. Andvana fætt sveinbarn 7. nóvember 1900 í Túni.
2. Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1902 á Brekku, d. 14. desember 1945.
3. Þórsteina Jóhannsdóttir, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
4. Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905 á Brekku, d. 8. janúar 1990.
5. Karl Jóhannsson, f. 29 nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
6. Árný Svava Jóhannsdóttir, f. 23. maí 1908 á Brekku, d. 20. desember 1908.
7. Friðþjófur Jóhannsson, f. 21. maí 1910 á Brekku, d. 10. febrúar 1930.
8. Hulda Jóhannsdóttir, f. 19. október 1911 á Brekku, d. 17. september 1993.
9. Auróra Alda Jóhannsdóttir, f. 6. maí 1913, d. 11. maí 1995.
10. Bjarni Baldur Jóhannsson, f. 23. mars 1915, d. 4. apríl 1915.
11. Emma Jóna Jóhannsdóttir, f. 8. desember 1917, d. 19. mars 1989.
12. Steingerður Jóhannsdóttir, f. 27. júlí 1919, d. 21. október 2005.

Hulda var með foreldrum sínum á Brekku í æsku, var vinnukona á Gunnarshólma 1930, ól Kolbrúnu þar 1935.
Kolbrún fór í fóstur til Christenza Möller ömmusystur sinnar í Reykjavík, en Hulda sigldi til náms í matreiðslu í Danmörku. Hún varð þar bundin í Heimsstyrjöldinni, kom heim eftir stríðið.
Hún stundaði matreiðslu bæði á sjó og landi.
Að síðustu dvaldi hún í Hraunbúðum og lést 1993.

I. Barnsfaðir Huldu var Kai Emil Lorange í Reykjavík, starfsmaður í Ingólfsapóteki, síðar stórkaupmaður, f. 18. janúar 1904, d. 22. mars 2001.
Barn þeirra er
1. Kolbrún Hreiðars Lorange, f. 21. september 1935 á Gunnarshólma.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.