Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir.

Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir frá Bæ í Lóni, húsfreyja í Reykjavík fæddist 22. apríl 1921 og lést 26. september 2000.
Foreldrar hennar voru Guðjón Bjarnason bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 24. október 1875 á Stafafelli í Lóni, d. 25. nóvember 1938, og kona hans Guðný Sigmundsdóttir frá Bæ, f. þar 20. desember 1875, d. 1. apríl 1966 í Reykjavík.

Börn Guðnýjar og Guðjóns:
1. Ásmundur Guðjónsson forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964. Kona hans Anna Friðbjarnardóttir.
2. Bjarni Guðjónsson á Hofi, myndlistamaður, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir.
3. Hjalti Guðjónsson, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvember 1917.
4. Ólöf Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Fyrri maður hennar Sigfús Sigfússon. Síðari maður Sæmundur Þórarinsson.
5. Gestur Guðjónsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður f. 26. febrúar 1916, d. 1. nóvember 2010.
6. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1921, d. 26. september 2000. Fyrri maður Sigurbjörn Eiríksson. Síðari maður Sverrir Einar Egilsson.

Hjördís var með foreldrum sínum í Bæ og fluttist með þeim til Eyja 1934. Hún bjó með þeim í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 til 1938 og með móður sinni og Ásmundi bróður sínum þar uns hún flutti til Reykjavíkur 1940. Hún bjó á Flókagötu 64, Hálogalandi, Þóroddsstöðum, Langagerði 30, en síðast á Grettisgötu 78.
Þau Sigurbjörn giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Hjördís giftist Sverri Einari 1965, eignaðist með honum eitt barn.
Sverrir Einar lést 1988 og Hjördís Þorbjörg árið 2000.

Hjördís var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (5. fesember 1947, skildu), var Sigurbjörn Eiríksson lögreglumaður, veitingamaður, hrossaræktandi, f. 5. desember 1925 á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, d. 10. október 1997. Foreldrar hans voru Eiríkur Stefánsson bóndi á Gestsstöðum, f. 30. júní 1892 í Tungu í Fáskrúðsfirði, d. 12. okt. 1962, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1887 í Geithellnahreppi, S-Múl., d. 21. apríl 1969.
Börn þeirra:
1. Guðný Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 1. júní 1948. Maður hennar Ingþór Arnórsson.
2. Eiríkur Rúnar Sigurbjörnsson, rekur sjónvarpsstöðina Omega, f. 8. apríl 1950. Kona hans Kristín Kui Rim.
3. Gestur Guðjón Sigurbjörnsson öryrki, f. 14. janúar 1953, d. 8. desember 1999.

II. Síðari maður Hjördísar Þorbjargar, (22. apríl 1965), var Sverrir Einar Egilsson kranastjóri, bifreiðastjóri, f. 21. febrúar 1925, d. 9. ágúst 1988. Foreldrar hans voru Egill Jón Pálsson Jónasson frá Melshúsum á Álftanesi, sjómaður, f. 27. febrúar 1890, d. 27. júlí 1953 og Jórunn Jónsdóttir frá Stíflisdal í Kjósarhreppi, húsfreyja, f. 25. ágúst 1888, d. 5. febrúar 1962.
Barn þeirra:
4. Gunnar Egill Sverrissson raffræðingur í Reykjavík, f. 22. apríl 1966. Kona hans Bjarndís Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.