Hildur M. Vilhjálmsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hildur Margrét Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Sólheimun, síðan í Reykjavík fæddist 31. janúar 1892 og lést 16. júlí 1936.
Faðir hennar var Vilhjálmur bóndi á Þrándarstöðum og í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, f. 29. desember 1866, d. 15. október 1913, Stefánsson bónda á Jökulsá, Bakkagerði og á Þrándarstöðum, f. 12. desember 1836, d. 22. nóvember 1916, Abrahamssonar bónda og hreppstjóra á Bakka í Borgarfirði eystra, f. 27. nóvember 1798, d. 1873, Ólafssonar, og konu Abrahams, Sigurbjargar húsfreyju, f. 1809, Jónsdóttur.
Móðir Vilhjálms á Þrándarstöðum og kona Stefáns á Jökulsá var Rannveig húsfreyja, f. 29. nóvember 1835, d. 23. ágúst 1886, Jónsdóttir bónda á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, f. 1796, Gunnarssonar (Skíða-Gunnars Þorsteinssonar), og konu Jóns á Fljótsbakka, Guðbjargar húsfreyju, f. 15. febrúar 1813, d. 7. desember 1862, Vernharðsdóttur prests Þorkelssonar.

Móðir Hildar og kona Vilhjálms bónda á Þrándarstöðum var Solveig húsfreyja þar, f. 8. apríl 1865, d. 17. júlí 1951, Guðmundsdóttir bónda í Nesi í Borgarfirði eystra, f. 30. september 1828, d. 17. júní 1890, Ásgrímssonar bónda á Hrærekslæk í Hróarstungu, f. um 1788, Guðmundssonar, og síðari konu Ásgríms, Helgu húsfreyju, f. 1796, Þorsteinsdóttur.
Móðir Solveigar á Þrándarstöðum og kona Guðmundar í Nesi var Ingibjörg húsfreyja, f. 14. janúar 1830, d. 30. september 1910, Sveinsdóttir bónda í Brúnavík, á Snotrunesi og víðar í Desjamýrarsókn, f. 1787, Snjólfssonar, og konu Sveins, Gunnhildar húsfreyju, f. 1801, Jónsdóttur sterka (annar Hafnarbræðra) í Höfn við Borgarfjörð eystra, Árnasonar prests á Desjamýri Gíslasonar.

Systkini Hildar í Eyjum voru:
1. Rannveig Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970. Hún var fyrr gift Gísla Þórðarsyni frá Dal, síðar Haraldi Viggó Björnssyni bankastjóra.
2. Björgvin Vilhjálmsson sjómaður, síðar útgerðarmaður á Borgarfirði eystra, f. 30. júlí 1897, d. 9. nóvember 1961.

Hildur var með foreldrum sínum í Bakkagerði í Borgarfirði eystra 1901 og 1910. Hún fluttist með þeim og Björgvini bróður sínum frá Norðfirði að Túni 1912.
Þau Eyþór giftu sig 1912 og bjuggu í Túni. Þau voru á Hoffelli 1915, komin að Sólheimum 1917, voru þar með Vilhjálm son sinn og hjá þeim bjó Björgvin bróðir Hildar. Rannveig systir hennar var þar vinnukona 1916 og Solveig móðir Hildar var þar hjá þeim. Þau voru enn á Sólheimum 1920.
Þau Eyþór fluttust til Reykjavíkur 1924.
Eyþór var þar verkamaður, síðan verkstjóri, var um skeið í Hafnarfirði, kom þaðan í Kópavog 1943 og var þar verkstjóri og síðan innheimtumaður.
Þau eignuðust Sólveigu 1931, en misstu hana 1934.
Hildur Margrét lést 1936 og Eyþór 1968.

Maður Hildar, (19. maí 1912), var Eyþór Þórarinsson frá Eystri-Oddsstöðum, f. 29. maí 1889 á Norður-Fossi í Mýrdal, d. 19. febrúar 1968.
Börn þeirra voru:
1. Þórarinn Vilhjálmur Eyþórsson skrifstofumaður í Garðabæ, f. 25. júlí 1912 í Túni, d. 27. ágúst 1972.
2. Óskar Eyþórsson, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. sama dag.
3. Svava Eyþórsdóttir, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. 2. apríl 1917.
4. Baldur Eyþór Eyþórsson prentsmiðjustjóri, f. 2. september 1917 á Sólheimum, d. 26. ágúst 1982.
5. Andvana drengur, f. 2. nóvember 1917. Svo stendur skráð í pr.þj.bókinni. Líklega er um misritun mánaðar að ræða, á líklega að vera 2. september 1917 og þá tvíburi móti Baldri Eyþóri.
6. Solveig Eyþórsdóttir, f. 10. apríl 1931, d. 10. júlí 1934.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.