Hildur Káradóttir (Bessastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hildur Káradóttir húsfreyja á Bessastöðum og Suðurvegi 19 fæddist 22. ágúst 1933 að Víðikeri í Bárðardal.
Faðir hennar var Kári kennari og rithöfundur og bónda í Víðikeri í Bárðardal, síðar í Hveragerði, f. 23. júlí 1905, d. 16. janúar 1996, Tryggvason, (Jóns Tryggva), bónda í Víðikeri og fylgdarmanns um Ódáðahraun og önnur víðerni þar, f. 9. nóvember 1876, d. 29. október 1937, Guðnasonar bónda lengi á Brenniási á Fljótsheiði, S-Þing., f. 14. maí 1841, d. 1. október 1916, Sigurðssonar, og barnsmóður Guðna, Guðrúnar, síðar húsfreyju í Stóru-Tungu í Bárðardal, f. 17. mars 1851, d. 31. júlí 1920, Sigmundsdóttur.
Móðir Kára kennara og kona Jóns Tryggva var Sigrún Ágústa húsfreyja, f. 2. október 1878, d. 27. nóvember 1959, Þorvaldsdóttir bónda í Syðri-Villingadal og víðar í Eyjafirði, f. 19. ágúst 1853, d. 2. október 1914, og Helgu Jónínu, f. 1855, d. um 1888, Sigurpálsdóttur.

Móðir Hildar Káradóttur og kona Kára kennara, (30. ágúst 1930), var Margrét húsfreyja í Víðikeri í Bárðardal, síðar í Hveragerði, f. 14. janúar 1907, d. 2. nóvember 2007, Björnsdóttir bónda og gullsmiðs á Refsstað í Vopnafirði, f. 31. desember 1854, d. 21. mars 1944, Pálssonar bónda og silfursmiðs á Eyjólfsstöðum á Héraði og víðar, f. 11. janúar 1824, d. 1878, og konu Páls, Helgu húsfreyju, f. 1823, Benjamínsdóttur.
Móðir Margrétar í Víðikeri og síðari kona Björns gullsmiðs var Rannveig húsfreyja, f. 26. nóvember 1875, d. 9. júlí 1955, Nikulásdóttir verslunarmanns og síðar veitingamanns í Reykjavík, f. 26. september 1834, d. 27. mars 1881, Jafetssonar, (af Ásgarðsætt í Grímsnesi), og Hildar, f. 24. október 1847, d. 29. apríl 1880, Lýðsdóttur.

Hildur ólst upp í Víðikeri í Bárðardal. Hún lauk kvennaskólanámi 1951 og námi við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1953.
Hún var starfskona um skeið hjá Jónu á Hótel Berg , sem rak þá veitingasölu í Drífanda.
Þau Gísli reistu bú á Bessastöðum, en hófu byggingu við Suðurveg um 1959 og bjuggu þar til Goss. Þau bjuggu síðan í Kópavogi.
Þau eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra þriggja ára.
Hildur hefur unnið með öldruðum í dagvistun og verið leiðbeinandi þeirra.

Maður Hildar Káradóttur, (22. desember 1956), var Gísli Eyjólfsson skipstjóri frá Bessastöðum, f. 24. september 1929 á Bessatöðum, d. 7. nóvember 2013.

Börn Hildar og Gísla:
1. Eyjólfur Gíslason rafiðnfræðingur, f. 26. september 1956.
2. Margrét Gísladóttir læknaritari, f. 3. desember 1958.
3. Kári Gíslason, f. 12. ágúst 1960, d. 22. september 1963.
4. Gunnhildur Gísladóttir MSc. iðjuþjálfi á Reykjalundi og háskólakennari á Akureyri, f. 19. júlí 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hildur Káradóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.