Hildur Haukssdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hildur Hauksdóttir

Hildur Hauksdóttir f. í Reykjavík 17.01.1966

Faðir Haukur Ingason verslunar- og skrifstofumaður Keflavík, f. á Ísafirði 15.12.1930. Föðurafi Ingi Guðjón Eyjólfsson skósmiður á Ísafirði, f. á Kaldrananesi Strandasýslu 07.08.1904, d. 08.01.1962. Föðuramma María Sveinfriður Sveinbjarnardóttir húsmóðir á Ísafirði, f. að Laugum í Súgandafirði 16.10.1905, d. 23.02.1986.

Móðir Sigríður Maria Aðalsteinsdóttir húsmóðir í Njarðvík, f. í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 27.05.1934, d. 19.05.1996. Móðurafi Aðalsteinn Sigurðsson skipasmiður að Bæjum á Snæfjallaströnd, f. á Bæjum á Snæfjallaströnd 10.07.1912, d. 26.12.1996. Móðuramma Marta Baldey Markúsdóttir húsmóðir á Ísafirði, f. á Sæbóli í Aðalvík 01.01.1909.

Fyrri störf og námsferill: Flokksstjóri hjá Njarðvíkurbæ, filmuframköllun í Keflavík. Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1986. Grunnnám í skóla ATS 1988-1989.

Starfsréttindi: TWR-réttindi í Keflavík 1990 og APP-réttindi fyrir Keflavík og Reykjavík sama ár.

Starfsferill: Starfaði í flugturni Keflavíkur til 1995 er hún flutti til Vestmannaeyja, fékk TWR-réttindi bar og hefur starfað í flugturninum bar síðan. Maki 27.05.1989, Guðjón Ingi Ólafsson verkamaður, f. í Vestmannaeyjum 01.07.1948. Tengdafaðir Ólafur Ingibergsson sjómaður í Vestmannaeyjum, f. í Vestmannaeyjum 31.07.1925. Tengdamóðir Eyrún Hulda Marinósdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 06.09.1930.

Börn: Daði, f. í Keflavík 14.09.1987, Dagmar, f. í Keflavík 07.04.1993, og Orri, f. Vestmannaeyjum 11.10.1998.