Hervör Karlsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hervör Karlsdóttir.
Geir og Hervör.

Hervör Karlsdóttir húsfreyja fæddist 29. október 1934 í Baðhúsinu, Bárustíg 15 og lést 28. febrúar 2013 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Karl Jóhannsson frá Brekku, verslunarmaður, sjómaður, matsveinn, f. 29. nóvember 1906, d. 4. febrúar 1998, og kona hans Kristjana Jóhanna Oddsdóttir af Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 15. september 1907, d. 5. desember 1950.

Börn Kristjönu og Karls:
1. Hervör Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 29. október 1934 í Baðhúsinu, d. 28. febrúar 2013.
2. Gunnar Þór Karlsson, f. 6. október 1938 í Baðhúsinu, d. 16. október 1943.
3. Andvana stúlka, f. 10. nóvember 1946 á Bifröst.

Hervör var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim í Baðhúsinu, á Bifröst, á Hásteinsvegi 5, og Fífilgötu 5.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1951.
Þau Geir giftu sig 1956, bjuggu í fyrstu í Akurgerði 8 í Reykjavík, þá í Sólheimum 24 þar.
Þau fluttust að Stekkjarflöt 13 í Garðabæ 1962 og bjuggu þar, uns þau fluttust í Nýhöfn 3 í Sjálandshverfi þar 2008.
Hervör lést 2013. Geir bjó síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, lést 2021.

I. Maður Hervarar, (20. maí 1956), var Geir Ólafur Oddsson frá Stykkishólmi, húsasmíðameistari, f. 7. janúar 1931, d. 25. júní 2021. Foreldrar hans voru Oddur Valentínusson skipstjóri, hafnsögumaður, f. 3. júní 1876, d. 12. desember 1965, og Sveinsína Jóhanna Sveinsdóttir, f. 12. nóvember 1895, d. 8. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Kristjana Geirsdóttir húsfreyja, veitingakona, f. 17. desember 1955. Maður hennar er Tómas Freyr Marteinsson.
2. Gunnar Þór Geirsson viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, f. 25. mars 1959. Kona hans var Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir. Fyrrum sambýliskona Jóhanna Lára Óttarsdóttir. Kona hans Elísabet Pálmadóttir.
3. Arna Guðrún Geirsdóttir húsfreyja, starfsmaður Pharmaco, f. 16. júní 1963. Maður hennar er Ævar Björn Þorsteinsson.


ctr
Í Gagnfræðaskólanum. Þorsteinn skólastjóri, ásamt nokkrum meyjum úr þriðja bekk 1950-1951.

Efri röð frá vinstri: Jóhanna Guðrún Sveinsdóttir frá Sléttaleiti í Borgarhafnarhreppi, A-Skaft., Jóhanna Stefánsdóttir, Höskuldssonar, frá Neskaupstað, Jessý Friðriksdóttir, Jessonar, frá Hól, Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri, Ingibjörg Sigrún (Inga) Karlsdóttir, Kristmanns, frá Ingólfshvoli, Hervör Karlsdóttir Jóhannssonar (frá Brekku) Jóhannssonar, Ásta Haraldsdóttir frá Fagurlyst, Margrét Andersdóttir, Bergesen, frá Þinghól.
Fremri röð frá vinstri: Martine Birgite (Birgitta) Andersdóttir, Bergesen, frá Þinghól, Dorte Oddsdóttir, skósmiðs, Þorsteinssonar, Árndís Lára Óskarsdóttir, Lárussonar, frá Neskaupstað, Þuríður Selma Guðjónsdóttir frá Gvendarhúsi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. mars 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.