Helgi Pálsson (Laufholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Pálsson.

Helgi Pálsson frá Laufholti, bifreiðastjóri fæddist 29. desember 1912 í Laufholti og lést 8. mars 2006.
Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson bóndi í Butru í Landeyjum, síðar bifreiðastjóri í Laufholti, f. 8. mars 1873, d. 8. október 1924 í Eyjum, og kona hans Helga Soffía Helgadóttir húsfreyja, f. 4. október 1879, d. 18. desember 1969 í Reykjavík.

Börn Helgu og Páls voru:
1. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1900 á Keldum á Rangárvöllum, d. 24. október 1969. Maður hennar var Benedikt Friðriksson skósmíðameistari.
2. Helgi Pálsson, f. 23. september 1906 á Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, d. 27. nóvember 1911.
3. Björgvin Hafsteinn Pálsson í Brekkuhúsi, verkamaður, f. 20. janúar 1909 í Butru í A-Landeyjum, d. 22. maí 1932, hrapaði úr Mykitakstó. Sambýliskona hans var Aðalheiður Gísladóttir húsfreyja á Hásteinsvegi 17 1930, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933.
4. Helgi Pálsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. desember 1912, d. 8. mars 2006.
5. Ingibjörg Anna Pálsdóttir, f. 18. desember 1913, var með móður sinni 1930, d. 31. mars 1938.
Fóstursonur hjónanna, sonur Guðrúnar dóttur þeirra og Friðþjófs Mars Jónassonar píanóleikara, f. 1897.
6. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920.

Helgi var með foreldrum sínum í frumbernsku, en faðir hans lést, er hann var 12 ára.
Hann var með móður sinni, vann hjá Ársæli Sveinssyni 1931-1940.
Helgi var á síldveiðum 1940, en vann í Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík 1941-1942. Þá var hann vörubifreiðastjóri til 1943, en bifreiðastjóri hjá Hreyfli frá 1943.
Hann bjó með Arnfríði í Eyjum og síðan í Reykjavík, í fyrstu hjá Guðrúnu systur Helga. Þau gerðu upp bragga í Þóroddsstaðakampi og bjuggu þar til 1952. Að lokum fluttu þau í Hólmgarð 56 þar sem þau bjuggu til æviloka.
Helgi var hestamaður og mikill bridgespilari og var í sveit Hreyfils.

I. Barnsmóðir Helga var Bergþóra Runólfsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 17. desember 1909, d. 3. maí 1994.
Barn þeirra er
1. Sjöfn Helgadóttir, f. 17. nóvember 1936.

II. Kona Helga var Arnfríður Vilhjálmsdóttir frá Hópskoti í Grindavík, húsfreyja, f. 12. ágúst 1906 á Miðhúsum í Grindavík, d. 26. nóvember 2002. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jónsson frá Strandarhöfða í Landeyjum, bóndi, trésmiður og sjómaður, f. 4. september 1867, d. 22. ágúst 1960, og sambýliskona hans Agnes Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1876, d. 18. júní 1968.
Börn þeirra:
2. Björgvin Valur Helgason framkvæmdastjóri, f. 28. júli 1941. Fyrri kona hans, (skildu) var Sigríður Norma Mac Cleve, f. 4. september 1946. Síðari kona hans: Harpa Bjarnadóttir, f. 5. desember 1946.
3. Sævar Helgason bóndi á Þórisstöðum í Grímsnesi, f. 14. september 1946. Kona hans, (skildu), var Sigurdís Sigurðardóttir, f. 16. nóvember 1943.
Fósturdóttir Helga, dóttir Arnfríðar og fyrri manns hennar, Guðmundar Jóhannessonar, f. 20. maí 1907, d. 20. september 1973:
4. Anna Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Hreiðurborg í Flóa, f. 16. júlí 1932, d. 5. apríl 2003. Maður hennar var Brynjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 27. ágúst 1920, d. 29. nóvember 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hreyfilsmenn – Saga og félagatal 1943-1988. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka tók saman. Hreyfill - Samvinnufélagið Hreyfill 1988.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. maí 2006. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.