Helgi Ólafsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Ólafsson úr Mýrdal, vinnumaður á Löndum, síðar í Vesturheimi fæddist 13. nóvember 1858 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, þá vinnumaður á Felli í Mýrdal, síðar bóndi á Brekkum þar, f. 25. mars 1836 u. Eyjafjöllum, drukknaði í Dyrhólahöfn 20. mars 1871, og Helga Sveinsdóttir vinnukona, f. 27. nóvember 1822 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 19. október 1910 í Hjörleifshöfða.

Hálfsystir Helga, samfeðra, var
1. Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 15. ágúst 1871, d. 27. desember 1952.

Helgi var með móður sinni á Eystri-Sólheimum til 1860, á Brekkum í Mýrdal 1860-1868, var ómagi í Sólheimakoti þar 1868-1872, á Kaldrananesi 1872, vinnumaður í Skammadal þar 1880, á Dyrhólum þar 1887.
Helgi fluttist úr Mýrdal að Löndum 1887.
Hann fluttist til Vesturheims 1890 og Anna 1891.
Þau Anna giftu sig, bjuggu í Spanish Fork í 11 ár, en fluttust þá til Blaine í Washington-fylki, keyptu þar land utan við bæinn og stunduðu landbúnað. Helgi lést 1915.

Kona Helga var Anna Eyjólfsdóttir, f. um 1854 í Holtssókn.
Börn þeirra hér ,,talin myndarlegt og bezta fólk“:
1. Anna Helgadóttir.
2. Þorsteinn Helgason.
3. Jón Helgason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.