Helga Einarsdóttir (Nýlendu)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helga Einarsdóttir húsfreyja á bænum Berufirði í Berufirði, S-Múl. fæddist 10. október 1912 á Nýlendu og lést 13. febrúar 1993.
Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson frá Götu í Holtum, Rang., verkamaður, lifrarbræðslumaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925 á Sólheimum og fyrri kona hans Ingunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1885 á Brunnum í Suðursveit, d. 18. júní 1918 á Eiði.
Fósturforeldrar Helgu voru Árni Björn Guðmundsson bóndi á Felli í Breiðdal, f. 25. nóvember 1885, d. 3. maí 1924, og kona hans Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. apríl 1886, d. 2. janúar 1961.

Börn Ingunnar og Einars:
1. Ásgeir Einarsson ráðsmaður, bóndi, síðan iðnverkamaður í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907 á Horni í Bjarnanessókn í A-Skaft., d. 23. desember 1983.
2. Óskar Hafsteinn Einarsson, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 27. nóvember 1932.
3. Nanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. janúar 1910 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 3. janúar 1997. Hún var alin upp á Skeggjastöðum í Gerðahreppi hjá Guðnýju Gísladóttur og Guðmundi Guðmundssyni skósmið.
4. Guðlaug Lovísa Einarsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði, f. 14. janúar 1911 á Gjábakka, síðast á Árbliki í Fáskrúðsfirði, d. 16. maí 1993.
5. Helga Einarsdóttir húsfreyja á bænum Berufirði í Berufirði, S-Múl., f. 10. október 1912 á Nýlendu, d. 13. febrúar 1993.
6. Páll Vídalín Einarsson bifreiðastjóri á Höfn við Hornafjörð, f. 20. nóvember 1914 á Kirkjubæ, d. 13. desember 1988.
7. Svanhvít Kristín Einarsdóttir vinnukona, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934.
8. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var fóstraður hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft., bjó síðast á Hraunbóli í V-Skaft.

Börn Einars Þórðarsonar og Guðrúnar Gísladóttur, síðari konu hans og hálfsystkini Helgu:
9. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson bifreiðastjóri, f. 19. júlí 1919 á Jaðri, d. 8. desember 1995.
10. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
11. Þuríður Einarsdóttir, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík, d. 14. mars 1992.
12. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.

Helga fór í fóstur skömmun eftir fæðingu að Felli í Breiðdal. Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir ljósmóðir kom við í Eyjum á leið úr Reykjavík og tók Helgu með sér, en Ingunn og Guðlaug voru kunnugar.
Helga ólst upp á Felli, varð vinnukona í Berufirði.
Þau Gunnlaugur giftu sig, eignuðust þrettán börn, bjuggu á bænum Berufirði.
Gunnlaugur lést 1985 og Helga 1993.

I. Maður Helgu var Gunnlaugur Gunnlaugsson bóndi, f. 1. júlí 1908, d. 30. júlí 1985.

Börn þeirra:
1. Bragi Gunnlaugsson bóndi í Berufirði, f. 29. apríl 1932, d. 8. apríl 2018, ókvæntur.
2. Kristrún Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi í Fljótsdal og á Breiðdalsvík, f. 26. desember 1933. Maður hennar var Sigmar Pétur Pétursson.
3. Einar Gunnlaugsson bóndi á Melshorni í Berufirði, f. 4. apríl 1935, d. 20. apríl 1991. Fyrri kona hans var Jóna Reimarsdóttir. Síðari kona var Stefanía Jóhannsdóttir.
4. Ingunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Innri-Kleif í Breiðdal, f. 6. október 1936, d. 31. júlí 2016. Maður hennar var Ingólfur Reimarsson.
5. Óskar Gunnlaugsson bóndi á bænum Berufirði, f. 27. maí 1938. Kona hans er Sigurrós Jónasdóttir.
6. Guðríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Breiðdalsvík, f. 29. september 1939. Maður hennar var Þröstur Þorgrímsson.
7. Guðmundur Gunnlaugsson verkamaður á Djúpavogi, f. 28. febrúar 1942. Kona hans er Hrönn Jónsdóttir.
8. Guðlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi í Engihlíð í Breiðdal, f. 15. júlí 1943. Maður hennar er Halldór Pétursson.
9. Baldur Gunnlaugsson kaupmaður á Djúpavogi, f. 3. febrúar 1947. Kona hans er Svandís Kristinsdóttir.
10. Vilborg Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Höfn við Hornafjörð, f. 4. desember 1949. Maður hennar er Eiríkur Sigurðsson.
11. Hallur Gunnlaugsson sjómaður í Breiðdal, f. 1. ágúst 1951, d. 5. maí 1985. Kona hans var Brynhildur Káradóttir.
12. Björn Gunnlaugsson vélstjóri á Höfn við Hornafjörð, f. 19. desember 1952. Kona hans er Ingunn Guðmundsdóttir.
13. Haukur Gunnlaugsson vélaviðgerðarmaður á Djúpavogi, f. 30. janúar 1955. Kona hans er Ingibjörg Jónasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.