Haukur Högnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haukur

Haukur Brynjólfur Högnason fæddist 7. júlí 1912 og lést 13. apríl 1993. Foreldrar hans voru Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir. Haukur ólst upp ásamt fjölskyldu í Vatnsdal og var jafnan kenndur við það. Systkini Hauks voru Sigurður, Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Elín Esther og Hilmir.

Haukur byggði hús í austurbænum en eftir gos bjó hann á Hólagötu 11. Eiginkona hans hét Jóhanna Jósefsdóttir frá Siglufirði. Þau áttu þrjú börn, Svölu Guðnýju, Ölver Guðna og Sigurð Högna. Jóhanna lést árið 1982.

Framan af vann Haukur alla almenna vinnu auk þess að hjálpa til í búi fjölskyldunnar. En ævistarf hans sameinaði áhuga og vinnu. Haukur var bifreiðastjóri í tæp 40 ár og var hann sjálfseignarbílstjóri á Vörubifreiðastöð Vestmannaeyja.