Haraldur Þráinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Haraldur Þráinsson búfræðingur, vélsmiður fæddist 10. október 1949.
Foreldrar hans voru Þráinn Sigtryggsson vélstjóri, rennismíðameistari, f. 3. júní 1927 á Héðinshöfða á Tjörnesi, d. 2. desember 2015 á Landakoti, og kona hans Ása Haraldsdóttir frá Sandi, húsfreyja, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Börn Ásu og Þráins:
1. Haraldur Þráinsson búfræðingur, vélsmiður, f. 10. október 1949. Fyrrum kona Valdís Olgeirsdóttir. Kona hans Guðný Gunnarsdóttir.
2. Kristjana Þráinsdóttir flugfreyja, f. 4. janúar 1953. Fyrri maður Sveinbjörn Bjarkason. Síðari maður Helgi Sigurjónsson, látinn.
3. Sigurbjörg Þráinsdóttir húsfreyja á Bitru í Flóa, gistheimilisrekandi, f. 12. ágúst 1956. Maður hennar Ragnar Vignir Guðmundsson.

Haraldur varð búfræðingur á Hvanneyri 1969, síðar varð hann sveinn í vélsmíðum.
Hann var bóndi í Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi í sex ár, síðan sjómaður og verkamaður við línulagnir til 1977, er hann gekk inn í Stálvinnsluna hf. hjá Þráni föður sínum og vann þar við þróun fiskflokkunarvéla og framleislu, sem fóru víða. Hann eignaðist fyrirtækið fyrir 20 árum.
Þau Valdís Kristjana giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Guðný Jóna giftu sig 1980, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra nýfætt. Þau búa í Hraunbæ 172.

Haraldur er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (í maí 1970, skildu), er Valdís Kristjana Oddgeirsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 21. janúar 1949. Foreldrar hennar Oddgeir Einarsson frá Neðridal í Biskupstungum, bifreiðastjóri, f. 2. september 1999, d. 15. janúar 1999, og kona hans Pálína Sigurðardóttir frá Hólmaseli í Flóa, f. 9. maí 1928, d. 8. ágúst 1998.
Börn þeirra:
1. Guðrún Pálína Haraldsdóttir, húsfreyja, bóndi á Kvistum í Ölfusi, f. 17. september 1968. Maður hennar Benedikt G. Benediktsson.
2. Ása Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, rekstrarfræðingur, f. 22. júní 1972. Fyrrum maður hennar Þórarinn Reynir Magnússon.
3. Kristjana Dröfn Haraldsdóttir húsfreyja, nuddari, f. 18. júní 1974. Maður hennar Sigurður Óskar Sigurðsson.

II. Síðari kona Haraldar, (5. apríl 1980), er Guðný Jóna Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 31. maí 1953. Foreldrar hennar Gunnar Sumarliðason sjómaður, síðar vélgæslumaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1927, d. 19. janúar 2015 og Brynhildur Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. febrúar 1924, d. 25. júlí 2019.
Börn þeirra:
4. Þráinn Haraldsson, f. 19. febrúar 1981, d. 2. mars 1981.
5. Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi, f. 29. maí 1984. Kona hans Erna Björk Harðardóttir.
Börn Guðnýjar Jónu:
6. Björn Steindórsson, f. 7. september 1970.
7. Brynhildur Steindórsdóttir, f. 2. júlí 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.