Hannes Jónsson (Fagurlyst)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Hannes Jónsson formaður í Roðgúl og á Sæbóli á Stokkseyri, síðan í Eyjum, fæddist 16. september 1864 á Flókastöðum í Fljótshlíð og lést 2. september 1942 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Hannesson bóndi, sjómaður á Stéttum í Hraunshverfi, Árn., síðan í Roðgúl á Stokkseyri, f. 20. mars 1831, d. 12. mars 1894, og kona hans Ástríður Sigurðardóttir frá Götu í Selvogi, húsfreyja, f. 25. desember 1829, d. 24. október 1904.
Föðurforeldrar Hannesar voru Hannes Jónsson bóndi á Hnausum í Meðallandi, f. 1799 á Núpum í Fljótshverfi, d. 3. júní 1860, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1896 á Hnausum, d. 21. október 1893.
Móðuforeldrar Hannesar í Roðgúl voru Sigurður Gíslason bóndi í Götu í Selvogi, f. 1797, og Sigríður Jónsdóttir, f. 25. nóvember 1798, d. 1. júlí 1869.

Hannes var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var tíu ára.
,,Hannes var framúrskarandi dugnaðarmaður til allra verka bæði á sjó og landi...“ (Úr mannlýsingum J.P, tilvitnað í Bólstaðir og búendur...).
Hannes fluttist til Haraldar sonar síns upp úr 1930, var hjá honum í Garðinum 1934 og enn 1940, en lést í Fagurlyst 1942.

Hannes var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Þorgerður Diðriksdóttir frá Króki í Flóa, f. 21. apríl 1865, d. 30. nóvember 1907. Foreldrar hennar voru Diðrik Diðriksson bóndi, f. 21. apríl 1831, d. 29. júní 1870, og kona hans Úlfhildur Eiríksdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1837, d. 21. maí 1910.

Börn þeirra:
1. Jónína verkakona í Reykjavík.
2. Helga húsfreyja í Reykjavík.
3. Ásta saumakona í Reykjavík.
4. Úlfhildur bjó á Eyrarbakka.
5. Lilja Hannesdóttir húsfreyja á Selalæk, f. 23. júní 1899, d. 19. apríl 1964.
6. Jón múrari í Reykjavík.
7. Dagbjartur bóndi í Þúfu á Landi.
8. Ástráður, dó uppkominn.

II. Síðari kona Hannesar var Sesselja Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum, húsfreyja, f. 13. mars 1884, d. 13. september 1928. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 30. ágúst 1829, d. 18. mars 1909, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1838 í Efstadal í Laugardal, Árn., d. 12. febrúar 1893.
Börn þeirra:
9. Haraldur Hannesson skipstjóri í Fagurlyst, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
10. Guðmundur bifreiðastjóri í Hafnarfirði.
11. Sigríður, gift í Kaupmannahöfn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.