Hallgrímur Þorláksson (Dalbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hallgrímur Pétursson Þorláksson bóndi í Dalbæ í Flóa fæddist 18. júní 1913 í Þinghól og lést 2. febrúar 1996 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Þorlákur Guðmundsson skósmiður, f. 28. júní 1886, d. 9. maí 1978, og fyrri kona hans Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1878, d. 30. apríl 1920.

Systkini Hallgríms voru:
1. Jósefína Margrét Andrea Þorláksdóttir, f. 28. september 1911, d. 7. desember 1999.
2. Gunnlaugur Halldór Guðjón Þorláksson leigubifeiðastjóri í Reykjavík, f. 24. ágúst 1914 í Þinghól, d. 17. febrúar 1999. Hann var á Kirkjuhvoli 1920, fór til Reykjavíkur 1921.
3. Sigfríð Jóna Þorláksdóttir, f. 26. nóvember 1916 í Garðhúsum, var í Þórsmörk í Neshreppi, S-Múl. 1920, d. 6. september 2000.
4. Gunnar Þórir Þorláksson húsasmíðameistai, ólst upp hjá Halldóri Gunnlaugssyni lækni og Önnu Gunnlaugsson á Kirkjuhvoli. Hann var síðast í Reykjavík, f. 10. júní 1919 í Garðhúsum, d. 27. apríl 1987.
Hálfsystkini Hallgríms, samfeðra, voru:
5. Magnús Þorláksson, f. 19. nóvember 1925, d. 5. mars 1954. Hann var iðnnemi 1945.
6. Guðmundur Þorláksson prentari, f. 29. október 1926, d. 25. júlí 1988.
7. Gunnþórunn Þorláksdóttir Bender húsfreyja, f. 14. janúar 1929, d. 12. maí 1984.

Hallgrímur var tæpra 7 ára er móðir hans lést.
Hann var í fóstri á Gjábakka 1921-1922 hjá Sesselju Ingimundardóttur húsfreyju og Jóni Einarssyni kaupmanni. Hallgrímur var um skeið í Mýrdal, en á heimili Magnúsar í Skógsnesi í Flóa á unglingsaldri. Hann var einnig á vertíð í Eyjum.
Hann bjó fyrst með Bjarnþóru á Vorsabæjarhóli, síðan á Vallarhjáleigu, en lengst og síðast í Dalbæ í Flóa.
Hallgrímur fatlaðist, missti mál og var bundinn hjólastól síðustu 2 áratugi ævinnar
Bjarnþóra lést 1990 og Hallgrímur 1996.

Kona Hallgríms, (1934), var Bjarnþóra Eiríksdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1906 í Efri-Gróf í Villingaholtshreppi. d. 28. september 1990. Foreldrar hennar voru Eiríkur Guðmundsson bóndi í Ferjunesi í Flóa og Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja og bóndi.
Börn þeirra voru:
1. Eiríkur Hallgrímsson, f. 20. apríl 1935. Kona hans er María Leósdóttir.
2. Gunnþórunn Hallgrímsdóttir, f. 24. júní 1937. Maður hennar er Jón Ólafsson.
3. Steinunn Hallgrímsdóttir, f. 5. júní 1946. Maður hennar er Egill Örn Jóhannesson.
Fóstursonur þeirra, sonur Jósefínu systur Hallgríms var
4. Hörður Vestmann Árnason f. 27. september 1937. Kona hans er Jóhanna Kristinsdóttir frá Bíldudal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.