Halldóra Jónsdóttir (Hlaðbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Jónsdóttir.

Halldóra Jónsdóttir húsfreyja í Hlaðbæ fæddist 28. febrúar 1875 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 2. júní 1942 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Ysta-Skála, f. 14. apríl 1838, d. 12. ágúst 1926, og kona hans Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1839, d. 19. mars 1924.

Hjónin frú Halldóra Jónsdóttir og Bjarni Einarsson.

Halldóra var með foreldrum sínum til ársins 1901, er hún fluttist til Eyja.
Þau Bjarni byggðu Hlaðbæ 1909 og bjuggu þar síðan.
Þau ráku útgerð og landbúnað um árabil. Sjá Blik 1978, Þrír ættliðir, III. hluti.
Maður Halldóru, (26. október 1893), var Bjarni Einarsson bóndi og útgerðarmaður í Hlaðbæ, f. 2. september 1869, d. 16. desember 1944.
Börn þeirra hér:
1. Björn Bjarnason vélstjóri í Bólstaðarhlíð, f. 3. mars 1893, d. 25. september 1947.
2. Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 17. mars 1895, d. 25. maí 1980.
3. Sigurður Gísli Bjarnason skipstjóri og útgerðarmaður í Svanhól, f. 14. nóvember 1905, d. 5. október 1970.
4. Kristín Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 21. janúar 1910, d. 24. júlí 1913.
5. Jón Bjarnason, f. 18. nóvember 1912, d. 2. ágúst 1913.
Fósturdóttir hjónanna frá tveggja ára aldri var
6. Sigríður Auðunsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 30. júní 1912, d. 21. mars 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.