Halldóra Hallbergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir.

Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja fæddist 11. desember 1932 að Blómsturvöllum á Stokkseyri og lést 8. september 2016 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Hallberg Halldórsson bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum, Árn., d. 24. september 1982, og fyrri kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, Rang., d. 6. apríl 1998.

Börn Þuríðar og Hallbergs:
1. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.
2. Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.
Börn Hallbergs og Irmu Pöhls:
3. Helga Jósefína Hallbergsdóttir, BA-próf í íslensku og sagnfræði, M.A-próf í menningarmiðlun, forstöðumaður Byggðasafnsins í Eyjum, f. 3. júní 1952 á Steinsstöðum.
4. Ragnar Werner Hallbergsson tölvufræðingur, f. 21. maí 1957 á Steinsstöðum.
Barn Hallbergs og Bjarneyjar Elísabetar Narfadóttur:
5. Hörður Hallbergsson rafvirki, yfirverkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, f. 5. júní 1932 í Hafnarfirði, d. 20. desember 2016.
Barn Þuríðar og Karls Stefáns Daníelssonar:
6. Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, á Stokkseyri til 1935, flutti með þeim til Eyja, var með þeim á Mosfelli og Helgafellsbraut 17.
Hún vann við fiskiðnað, lengst í Ísfélaginu.
Þau Jón giftu sig 1953, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Mandal, síðar á Brekastíg 32 uns þau festu kaup á Reykholt við Urðarveg 15. Þau höfðu nýflutt í nýlegra og stærra húsnæði við Bakkastíg, þegar Gosið hófst 1973. Þau bjuggu í Hafnarfirði á Gostímanum, en fluttust síðan aftur til Eyja 1974 og bjuggu á Dverghamri 13.
Jón lést 2000 og Halldóra 2016.

Maður Halldóru, (31. desember 1953), var Jón Ingólfsson frá Mandal, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1934 í Reykjavík, d. 24. febrúar 2000.
Börn þeirra:
1. Þuríður Jónsdóttir, f. 12. september 1952. Maður hennar Jóel Þór Andersen.
2. Bergþóra Jónsdóttir, f. 24. apríl 1953, d. 13. ágúst 2012. Maður hennar Óskar Óskarsson.
3. Stella Jónsdóttir, f. 31. júlí 1955, d. 24. júní 1998. Maður hennar Benóný Færseth.
4. Hallbjörg Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1956. Maður hennar Róbert Gíslason.
5. Berglind Jónsdóttir, f. 4. janúar 1964. Maður hennar Steinar P. Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.