Halldóra Ólafsdóttir (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja í Jónshúsi fæddist 22. september 1806 í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð og lést 18. febrúar 1888.
Foreldrar hennar voru Ólafur Björnsson bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð og á Kotvelli í Hvolhreppi, f. 1773 á Brekkum á Rangárvöllum, d. 27. nóvember 1846, og kona hans Halldóra Gísladóttir húsfreyja, f. 1779 á Ægissíðu í Holtum, d. 6. júlí 1834.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku. Hún var vinnukona í Odda á Rangárvöllum 1835.
Hún eignaðist barn með Jóni Hjaltalín Jónssyni 1834.
Þau Ellert fluttust að Vesturhúsum í Eyjum 1837 með barnið Christian Günther, bjuggu í Jónshúsi 1840, í Sæmundarhjalli 1841.
Ellert fórst í sjó 1842.
Halldóra fluttist til Reykjavíkur með barnið og síðan að Hvítárvöllum í Borgarfirði þar sem hún varð síðari kona Andrésar Vigfússonar Fjeldsted bónda, f. 1800, d. 7. maí 1862.
Þau voru barnlaus.

I. Barnsfaðir Halldóru var Jón Hjaltalín Jónsson landlæknir, dannebrogsmaður, f. 27. apríl 1807 í Saurbæ í Borg., d. 8. júni 1882 á Breiðabólstað á Skógarströnd, Snæf.
Barn þeirra:
1. Gísli Jónsson Hjaltalín bóndi, vinnumaður, f. 30. júní 1834 í Odda á Rangárvöllum, d. 2. september 1875.

Halldóra var tvígift.
II. Fyrri maður hennar var Ellert Christopher Schram bóndi og skipstjóri í Jónshúsi, f. 1810, drukknaði 26. mars 1842.
Barn þeirra var
1. Christian Günther Ellertsson Schram trésmiður, f. 6. janúar 1836, d. 17. mars 1914. Hann var bóndi í Öndverðarnesi í Grímsnesi, í Njarðvíkum, en fór til Vesturheims 1873 og bjó í Minnesota.

III. Síðari maður Halldóru, (4. október 1849), var Andrés Vigfússon Fjeldsted bóndi og smiður á Hvítárvöllum, f. 1800, d. 7. maí 1862.
Þau voru barnlaus saman, en Halldóra var stjúpmóðir 13 barna Andrésar frá fyrra hjónabandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.