Halldóra Jónsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Jónsdóttir húskona í Háagarði og síðan húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 21. október 1824 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést 3. júlí 1902.
Foreldrar hennar voru Jón Árnason vinnumaður frá Heiði á Rangárvöllum og Halldóra Guðmundsdóttir vinnukona og „bóndadóttir“ í Berjanesi.

Halldóra giftist Jóni 1858. Hann var þá húsmaður í Háagarði. Þar voru þau í húsmennsku 1860 með barnið Jóhönnu 4 ára. Þau bjuggu þar uns þau komust að Stóra-Gerði. Þar voru þau 1870 með börnin Jóhönnu 13 ára, Kristínu 9 ára og Sigríði 5 ára.
Þau Jón skildu samvistir og Halldóra var vinnukona um langt skeið á Gjábakka og Búastöðum, skráð gift. Að síðustu var hún niðursetningur á Vilborgarstöðum.

Maður Halldóru, (3. september 1858, skildu samvistir), var Jón Magnússon húsmaður í Háagarði, síðar sjávarbóndi í Stóra-Gerði, f. 22. mars 1823, d. 9. nóvember 1907.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Jónsdóttir, f. 24. júlí 1857, drukknaði 13. júní 1872.
2. Guðrún Jónsdóttir, f. 20. október 1858, d. 29. október 1858 úr ginklofa.
3. Magnús Jónsson, f. 10. mars 1860, d. 6. apríl 1860 úr „barnaveiki“.
4. Kristín Jónsdóttir, f. 24. september 1861, d. 24. maí 1907.
5. Sigríður Jónsdóttir, f. 28. nóvember 1864, d. 19. júlí 1888. Hún var á sveit í Norðurgarði 1880, var í Borg við andlát.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.