Gunnsteinn Þórðarson (Hellum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita

Gunnsteinn Þórðarson frá Hellum í Mýrdal, verkamaður, sjómaður fæddist þar 11. desember 1889 og drukknaði af vélbáti í Eyjum 24. mars 1908.

Faðir hans var Þórður bóndi á Hellum, f. 3. september 1848 í Skammadal í Mýrdal, d. 17. maí 1891 á Hellum, Jónsson bónda í Skammadal, f. 9. nóvember 1801 í Fjósum þar, d. 22. desember 1879 í Skammadal, Þórðarsonar bónda síðast í Skammadal, f. 1770, d. 22. júlí 1842 í Skammadal, Einarssonar, og konu Þórðar, Emerentíönu húsfreyju, f. 1769 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 27. apríl 1845 í Skammadal, Árnadóttur.
Móðir Þórðar á Hellum og kona Jóns í Skammadal var (23. júlí 1835) Guðrún húsfreyja, f. 18. janúar 1817 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1892 á Reynishólum þar, Jakobsdóttir bónda á Brekkum og Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum þar, og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur.

Móðir Gunnsteins og kona Þórðar á Hellum var, (1878), Ragnhildur húsfreyja; var hjá Jóni Þórðarsyni syni sínum á Nýlendu í Eyjum 1910, f. 30. janúar 1854 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 4. desember 1938 í Litla-Gerði, Jónsdóttir bónda á Núpi, f. 1829, Hannessonar bónda í Vallatúni undir Eyjafjöllum 1835, f. í september 1797 á Brekkum í Mýrdal, og konu Hannesar, Hildar húsfreyju, f. um 1793 að Steinum undir Eyjafjöllum, Eiríksdóttur.
Móðir Ragnhildar og barnsmóðir Jóns á Núpi var Sigríður, vinnukona, f. 1829 í Jórvík í Álftaveri, Gunnsteinsdóttir bónda lengst í Kerlingardal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881 í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar, og konu Gunnsteins, (11. september 1823), Ragnhildar húsfreyju, f. 24. október 1802 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 2. júlí 1879 í Kerlingardal, Jónsdóttur.

Börn Ragnhildar og Þórðar:
1. Sigríður Ragnhildur Þórðardóttir, f. 5. júlí 1879, d. 5. febrúar 1881.
2. Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880, d. 18. maí 1969, kona (skildu) Vilhjálms Brandssonar, f. 1878.
3. Sigríður Ragnhildur Þórðardóttir, f. 27. maí 1882, d. 22. júlí sama ár.
4. Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja í Gerði, f. 21. nóvember 1883, d. 13. nóvember 1968.
5. Jón Þórðarson, f. 2. júní 1886, d. 24. sama mánaðar.
6. Jón Þórðarson á Nýlendu, síðar í Hólum, f. 24. júlí 1887, d. 16. júní 1948. Kona hans var Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1887, d. 21. apríl 1974.
7. Guðrún Þórðardóttir, f. 2. desember 1888, húsfreyja á Ljótarstöðum í Skaftártungu og á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, d. 18. apríl 1965.
8. Gunnsteinn Þórðarson landverkamaður, sjómaður, f. 11. desember 1889, drukknaði af vélbáti í Eyjum 24. mars 1908.
9. Þórður Benóní Þórðarson skipstjóri í Point Roberts í Washington ríki í Bandaríkjunum, f. 28. janúar 1892.
Hálfbróðir þeirra, sammæddur, var
10. Sigurður Magnússon landvinnumaður og sjómaður, síðast á Hólum, f. 17. mars 1896, d. 27. nóvember 1918.

Gunnsteinn missti föður sinn er hann var á öðru ári aldurs síns. Hann var tökubarn á Hellum, 11 ára léttadrengur þar 1901, vinnumaður 1894-1907, er hann fluttist til Eyja.
Hann tók út af vélbát 24. mars 1908.
Gunnsteinn var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.