Gunnhildur Hrólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir.

Gunnhildur Hrólfsdóttir er fædd 1. nóvember 1947 í Vestmannaeyjum þar sem hún er uppalin. Í gosinu 1973 fluttist Gunnhildur til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan.

Gunnhildur hefur skrifað fjöldann allan af bókum en mest þó fyrir börn og unglinga og hlotið ýmis verðlaun fyrir.

Gunnhildur hefur ennfremur haft umsjón með útvarpsþáttum um Vestmannaeyjar. Nánari upplýsingar um Gunnhildi er að finna á frum.is

Frekari umfjöllun

Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir rithöfundur, sagnfræðingur fæddist 1. nóvember 1947 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Hrólfur Ingólfsson bæjargjaldkeri, bæjarstjóri, sveitarstjóri, fulltrúi, f. 20. desember 1917, d. 31. maí 1984, og fyrri kona hans Ólöf Andrésdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1920, d. 23. maí 1959.

Börn Ólafar og Hrólfs:
1. Andri Valur Hrólfsson stöðvarstjóri, f. 29. mars 1943. Kona hans Sunna Karlsdóttir Guðjónssonar.
2. Ingólfur Hrólfsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 23. maí 1946. Kona hans Hanna Jónsdóttir.
3. Drengur, f. 23. maí 1946, d. 23. maí 1946.
4. Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir rithöfundur, f. 1. nóvember 1947. Fyrrum maður hennar Johan Edvin Weihe Stefánsson. Maður hennar Finnur Eyjólfur Eiríksson.
5. Bryndís Pálína Hrólfsdóttir, f. 27. ágúst 1952. Maður hennar Engilbert Gíslason Engilbertssonar.
Börn Hrefnu og Hrólfs:
1. Sveinn Hrólfsson húsasmíðameistari, f. 12. janúar 1961. Kona hans Lára Bryndís Björnsdóttir.
2. Daði Hrólfsson, leiðsögumaður, f. 30. mars 1963. Kona hans Debora Turang.
3. Arnar Þór Hrólfsson húsasmíðameistari, f. 11. febrúar 1968.

Gunnhildur var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, er Gunnhildur var á fjórtánda árinu. Hún var með föður sínum og Hrefnu Sveinsdóttur, síðari konu hans.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, lauk stúdentsprófi, lauk BA-prófi í sagnfræði í HÍ 2011.
Gunnhildur hefur unnið við fiskiðnað, verið í sveit, unnið við síldarsöltun, skógrækt, verið sundlaugarvörður, unnið á saumastofu, í bakaríi og fleira. Síðar var hún forstöðukona á barnaheimili, gjaldkeri hjá Mosfellshreppi og hefur unnið almenn skrifstofustörf.
Gunnhildur var um skeið formaður Kvenfélagsins Heimaeyjar og rak með manni sínum fyrirtækið Frum, sem annaðist útgáfumál, auglýsingagerð og ýmisskonar prentun.
Hún hefur skrifað skáldsögur og leikrit, einkum fyrir börn og unglinga, skrifað greinar, m.a. í tímaritunum Veru og 19. júní.
Hún hafði umsjón með útvarpsþáttum um Vestmannaeyjar, hefur tekið þátt í félagsmálum innan Rithöfundasambandsins og verið ritstjóri blaðsins ,,Börn og bækur“, sem gefið var út af IBBY-samtökunum (International Board on Books for Yong People).
Ritskrá Gunnhildar:
Undir regnboganum, - 1980.
Vil, vil ekki - 1986.
Gulllykillinn - í bókinni Ormagull - 1994.
Spor í rétta átt - 1987.
Þið hefðuð átt að trúa mér – 1989.
Þegar stórt er spurt – 1990.
Sara – 1991.
Óttinn læðist – 1992.
Komdu að kyssa – 1993.
Svarta nöglin – 1995.
Hér á reiki – 1996.
Það sem enginn sér – 1998.
Sjáumst aftur ... – 2001.
Allt annað líf – 2002.
Ránið – 2004.
Leyndarmál – 2005.
Þær þráðinn spunnu – afrek kvenna í aldanna rás - 2015.
Viðurkenningar:
1979 - Fyrstu verðlaun í samkeppni á vegum Ríkisútgáfu námsbóka á barnaári: Undir regnboganum.
1997 - Viðurkenning IBBY fyrir framlag til barnamenningar.
2001 - Íslensku barnabókaverðlaunin: Sjáumst aftur ...
2005 - Alþjóðlegur heiðurslisti IBBY: Ránið.

Þau Jóhann Edvin giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Búastaðabraut 7 við Gosið 1973. Þau skildu.
Þau Finnur Eyjólfur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en börn Finns eru fjögur.

I. Maður Gunnhildar, skildu, er Jóhann Edvin Weihe Stefánsson sjómaður, f. 26. maí 1945 í Vorsabæjarhjáleigu, Árn.
Börn þeirra:
1. Ólafur Hrafn Jóhannsson arkitekt í Colorado í Bandaríkjunum, f. 6. október 1964 á Seyðisfirði. Kona hans Þóra Einarsdóttir.
2. Stefán Jóhannsson tæknifræðingur í Rvk, f. 1. mars 1970. Kona hans Eyrún Baldvinsdóttir.
3. Kári Jóhannsson viðskiptafræðingur í Hafnarfirði, f. 1. apríl 1976. Kona hans Guðlaug Helga Þórðardóttir.

II. Maður Gunnhildar er Finnur Eyjólfur Eiríksson prentsmiður, framkvæmdastjóri, f. 7. febrúar 1949. Foreldrar hans Eiríkur Sigfússon bóndi á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði, f. 21. janúar 1923, d. 29. maí 2008, og kona hans Una Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1925, d. 6. maí 1988.
Börn Finns:
4. Guðrún Birna Finnsdóttir viðskiptafræðingur í Garðabæ, f. 27. febrúar 1970. Maður hennar Snorri Sturluson.
5. Þórir Finnsson tæknifræðingur í Kópavogi, f. 20. september 1972. Kona hans Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir.
6. Una Eydís Finnsdóttir arkitekt í Rvk, f. 22. desember 1975. Maður hennar Helgi Sigurðsson.
7. Ragnhildur Lára Finnsdóttir kennari, f. 18. ágúst 1981. Maður hennar Sigurgeir Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.