Gunnar Ágúst Helgason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Gunnar Ágúst

Gunnar Ágúst Helgason fæddist 22. janúar 1923 að Hamri í Vestmannaeyjum og lést 23. nóvember 2000. Foreldrar hans voru Helgi Hjálmarsson og Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir. Gunnar Ágúst, eða Gústi Helga eins og hann var kallaður, var kvæntur Ingibjörgu Lovísu Guðjónsdóttur. Lóa, eins og hún var oftast kölluð, var kennd við Lögberg. Þau bjuggu lengst af á Hólagötu 8 sem þau byggðu. Þau eignuðust þrjú börn, Pál Guðjón, Helgu Guðbjörgu og Hrönn.

Gústi Helga hóf sjómennsku ungur en síðar var hann í eigin útgerð ásamt mági sínum. Gerðu þeir út Guðbjörgu VE. Eftir gosið 1973 starfaði Gústi sem fiskmatsmaður hjá Fiskmati ríkisins þar til embættið var lagt niður. Síðustu starfsárin var Gústi forstöðumaður Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar.