Guðrún Jónsdóttir (Nöjsomhed)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðrún Jónsdóttir í Nöjsomhed.

Guðrún Jónsdóttir vinnukona í Nöjsomhed fæddist 3. janúar 1859 í Fljótshlíð og lést 14. febrúar 1942 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 19. júlí 1834, d. 18. mars 1898 og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 6. júní 1837, d. 28. júlí 1921.

Guðrún var með móður sinni á Arngeirsstöðum 1860, var niðursetningur í Vatnsdal í Fljótshlíð 1870, hjá foreldrum sínum á Arngeirsstöðum 1880.
Hún fluttirt til Eyja 1888 og var vinnukona í Jómsborg 1888-1890, í Norðurgarði 1891 og þar var Jakob Björnsson vinnumaður.
Þau Jakob eignuðust Jóhönnu 1892 í Nöjsomhed og fóru með hana til Utah á því ári.

Maður Guðrúnar var Jakob Björnsson vinnumaður, síðar í Vesturheimi, f. 22. nóvember 1861.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Jakobsdóttir, f. 12. júní 1892 í Nöjsomhed. Hún fór til Utah 1892.
2. Jakob Jonathan Bearnson, f. 1894, d. 1915.
3. Elnora Groa Christine Bearnson, f. 1898, d. 1963.
4. Robena Bearnson, f. 1902, d. 1902.
5. Robert Ingersol Bearnson, f. 1903, d. 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.