Guðrún Jónsdóttir (Merkisteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður og Guðrún.

Guðrún Jónsdóttir í Merkisteini, húsfreyja, ljósmóðir fæddist 11. janúar 1866 að Káragerði í V-Landeyjum og lést 5. júní 1954 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Káragerði og Káragerðishjáleigu, f. 20. desember 1834, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893 með Jóni Brandssyni og skipshöfn, og kona hans Ástríður Pétursdóttir húsfreyja, síðar í Merkisteini, 11. júlí 1835, d. 5. ágúst 1919.

Börn Jóns og Ástríðar í Eyjum voru:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Merkisteini, f. 11. janúar 1866 í Káragerði, d. 5. júní 1954.
3. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 6. júlí 1871 í Káragerði í Landeyjum, d. 1. júní 1944.
4. Sigríðar Jónsdóttur í Merkisteini, síðar í Reykjavík, f. 20. júní 1878 í Káragerði, d. 14. júlí 1969.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku og enn 1890.
Þau Sigurður giftu sig 1895, bjuggu í Káragerði, eignuðust þar tvö börn.
Guðrún tók ljósmæðrapróf í Reykjavík 16. júní 1902, var ljósmóðir í V-Landeyjahreppi 1902-1903, en tók ekki umdæmi.
Þau Sigurður fluttu til Eyja með börnin 1903. Þeim fylgdu einnig Ástríður móðir Guðrúnar, Sigríður systir Guðrúnar og Jón Magnússon systursonur hennar.
Í Eyjum sinnti Guðrún ljósmóðurstörfum.
Hjónin fengu í fyrstu leigt í Garðhúsum, fengu byggingalóð nálægt Hvítingjum og byggðu þar timburhús 1904, sem þau nefndu Káragerði, en vegna mótmæla jarðabænda, sem áttu rétt á landinu, urðu þau að rífa það fullbyggt.
Þau byggðu Merkistein við Heimagötu og fluttu inn 1907, bjuggu þar síðan. Þau eignuðust þar þrjú börn, en eitt þeirra lést rúmlega tveggja ára.
Guðrún lést 1954 og Sigurður 1958.

ctr
Aftari röð frá v. Ásta Kristín og Ingi.
Fremri röð frá v. Sigríður Sumarrós og Marta.

Maður Guðrúnar, (23. júní 1895), var Sigurður Ísleifsson bóndi, trésmiður, f. 19. ágúst 1863, d. 30. september 1958.
Börn þeirra:
1. Ásta Kristín Sigurðardóttir kjólameistari, f. 15. júlí 1898, d. 13. apríl 1980.
2. Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 9. júní 1900, d. 30. janúar 1998.
3. Áslaug Marta Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. maí 1905, d. 1. júlí 1976.
4. Sigríður Sumarrós Sigurðardóttir fóstra, f. 25. apríl 1907, d. 22. apríl 1992.
5. Jóna Ísleif Sigurðardóttir, f. 23. apríl 1909, d. 24. júlí 1911.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.