Guðrún Heba Andrésdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Heba Andrésdóttir.

Guðrún Heba Andrésdóttir menntaskólanemi, starfsmaður á elliheimili fæddist 6. október 1989 og lést 29. október 2009.
Foreldrar hennar voru Andrés Sigmundsson bakarameistari, f. 11. desember 1949, og kona hans Þuríður Freysdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 25. nóvember 1951, d. 14. júlí 2020.

Barn Þuríðar móður hennar og Gísla Þorkelssonar:
1. Ágúst Örn Gíslason, f. 30. september 1973.
Barn Þuríðar og Andrésar Sigmundssonar:
2. Guðrún Heba Andrésdóttir
Börn Andrésar Sigmundssonar og Hrafnhildar Ástþórsdóttur:
3. Sigurjón Andrésson, f. 10. desember 1970.
4. Agnes Sif Andrésdóttir, f. 31. maí 1973.

Guðrún var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hún var á barnsaldri.
Hún stundaði nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Með námi vann hún á Dvalar- og elliheimilinu Grund.
Hún lést nokkrum vikum fyrir stúdentaútskrift .
Guðrún Heba var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.