Guðrún Finnsdóttir (Stórhöfða)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Finnsdóttir húsfreyja í Garðakoti í Mýrdal og síðast í Stórhöfða fæddist 25. október 1845 í Keldudal í Mýrdal og lést 1. apríl 1923 í Eyjum.
Faðir hennar var Finnur bóndi, lengst í Álftagróf í Mýrdal, f. 13. ágúst 1817 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 25. desember 1893 í Pétursey, Þorsteinsson bónda á Vatnsskarðshólum, f. 1746, d. 9. júlí 1834, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og í Áshól, f. 1715, Jónssonar, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Finns í Álftagróf og þriðja kona Þorsteins á Vatnsskarðshólum var Margrét húsfreyja, f. 1788 („16 vikur af sumri“) á Skagnesi í Mýrdal, d. 13. júlí 1819 á Vatnsskarðshólum, Guðmundsdóttur bónda á Skagnesi, f. 1759 eða 1761, d. 1800 í Skagnesi, Árnasonar, og konu hans, Guðrúnar húsfreyju, f. 1760, Bjarnadóttur.

Móðir Guðrúnar Finnsdóttur og kona Finns í Álftagróf var Ólöf húsfreyja, f. 25. júlí 1820 á Hellum, d. 29. mars 1852 í Keldudal, Vigfúsdóttir bónda í Görðum í Mýrdal, f. 1790, drukknaði í Dyrhólaós 25. apríl 1822, Vigfússonar Scheving bónda á Hellum í Mýrdal, f. 1748, d. 29. janúar 1834 á Hellum, Jónssonar klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar, og konu hans Þórunnar húsfreyju Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar. Seinni kona Vigfúsar Jónssonar Scheving á Hellum og móðir Vigfúsar í Görðum var Ólöf húsfreyja, f. 1766, Teitsdóttir.
Móðir Ólafar húsfreyju í Álftagróf (f. 1820) og kona Vigfúsar í Görðum (25. júlí 1818) var Guðríður húsfreyja, f. 1790 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 14. nóvember 1871 á Reyni í Mýrdal, Jónsdóttir bónda í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1764 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 3. desember 1844 í Norður-Hvammi í Mýrdal, Gunnlaugssonar, og konu hans, Valgerðar húsfreyju, f. 1761 á Uppsölum í Hvolhreppi, d. 12. apríl 1827 í Stóra-Dal, Pálsdóttur.
Af Páli syni Vigfúsar Scheving og Guðríðar í Görðum voru þeir Vigfús Pálsson Scheving á Vilborgarstöðum og Sveinn Pálsson Scheving á Steinsstöðum komnir.

Guðrún var með foreldrum sínum í Keldudal til ársins 1857, með þeim í Álftagróf 1857-1871/3, vinnukona á Högnavelli (Felli) í Mýrdal 1871/3-1874.
Hún var húsfreyja á Hellum 1874-1876, í Garðakoti 1876-1899. Þá fór hún til Reykjavíkur, var húsfreyja þar og ekkja. Guðrún var síðan hjá syni sínum í Reykjavík til ársins 1916, er hún fluttist til Eyja og dvaldi þar hjá Guðfinnu dóttur sinni í Stórhöfða til dd.

Maður Guðrúnar Finnsdóttur í Stórhöfða, (26. nóvember 1874), var Þórður bóndi í Garðakoti þar 1876-1897, f. 20. janúar 1843 í Kerlingardal, d. um 1899, Sigurðsson bónda, lengst á Norður-Fossi í Mýrdal, f. 8. apríl 1821 á Felli í Mýrdal, d. 25. febrúar 1859 í Oddasókn, Þórðarsonar prests á Felli, f. 8. september 1763 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 1. janúar 1840 í Fagradal í Mýrdal, Brynjólfssonar bónda í Skipagerði, f. 1734, Guðmundssonar, og konu Brynjólfs, Helgu húsfreyju, f. (1735), Jónsdóttur prests í Belgsdal í Dölum, Jónssonar.
Móðir Sigurðar á Norður-Fossi og þriðja kona sr. Þórðar, (4. júní 1821), var Solveig húsfreyja, f. 21. september 1797 á Ytri-Sólheimum, d. 22. júlí 1874 í Fagradal, Sveinsdóttir bónda og hreppstjóra á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1761 í Skál á Síðu, d. 17. október 1845 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar, og síðari konu Sveins, Elsu Dórótheu, f. 1777 í Reykjavík, d. 3. júlí 1857 á Ytri-Sólheimum, Berentsdóttur norsks skipstjóra Poultz, og k.h. Solveigar Guðlaugsdóttur prófasts í Görðum Þorgeirssonar.

Móðir Þórðar í Garðakoti og fyrri kona Sigurðar á Norður-Fossi var, (15. desember 1840), Ragnhildur húsfreyja, f. 1815 á Brattlandi (Ytri-Dal) á Síðu, d. 31. ágúst 1854 á Norður-Fossi, Björnsdóttir bónda, síðast í Kerlingardal í Mýrdal, f. 19. febrúar 1788 í Seglbúðum í Landbroti, d. 29. apríl 1855 í Kerlingardal, Oddssonar, og konu Björns Oddssonar (12. október 1811), Steinunnar húsfreyju, f. 1783 í Mörtungu á Síðu, d. 20. mars 1865 í Kerlingardal, Þorleifsdóttur.

Börn Guðrúnar í Stórhöfða og Þórðar Sigurðssonar voru:
1. Guðfinna Þórðardóttir húsfreyja í Stórhöfða, f. 4. september 1875, d. 30. nóvember 1959.
2. Ólöf Jónína, f. 1877.
3. Sigurður Þórðarson sjómaður, f. 8. apríl 1878, d. 13. september 1954.
4. Ragnhildur Þórðardóttir, f. 1879.
5. Gísli, f. 1881.
6. Þórður, f. 1882.
7. Ragnhildur, f. 1884.
8. Guðmundur, f. 1886.
9. Finnur, f. 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.