Guðrún Ágústsdóttir (Baldurshaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Ágústsdóttir.

Guðrún Ágústsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja í Reykjavík fæddist 21. júlí 1907 í Eyjum, d. 1. mars 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ágúst Árnason í Baldurshaga, kennari, smiður, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1957, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1884, d. 21. júlí 1963.

Börn Ólafar og Ágústs:
1. Guðrún Ágústsdóttir, f. 21. júlí 1907, d. 1. mars 2003.
2. Sigríður Ágústsdóttir, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000.
3. Margrét Ágústsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998.
4. Lóa Ágústsdóttir, f. 13. október 1920 í Baldurshaga, d. 1. apríl 2003.
Fósturbörn Ólafar og Ágústs:
5. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi , f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.
6. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Hann var sonur Þuríðar Guðrúnar og Guðjóns Úlfarssonar.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim 1927, en farin úr Eyjum 1930.
Hún vann lengi utan heimilis.
Þau Jón giftu sig 1935, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Marargötu, en síðar bjó Guðrún á Dalbraut, en að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík. Jón lést 1972 og Guðrún 2003.

I. Maður Guðrúnar, (1. desember 1935), var Jón Bjarnason Jónasson málari, myndlistarmaður, forgöngumaður að stofnun Myndlistarskólans í Reykjavík, f. 13. júní 1910 í Reykjavík, d. 4. ágúst 1972. Foreldrar hans voru Jónas Þorsteinsson múrari, f. 22. júlí 1880 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi, Rang., d. 20. nóvember 1918, og kona hans Guðríður Júlíana Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1889 í Hafnarfirði, d. 8. desember 1951.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Hulda Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1943. Maður hennar Haukur Geirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. mars 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.